EnglishPolishIcelandic

Rafræn skilríki

  • Rafræn skilríki eru persónuleg skilríki sem notuð eru í rafrænum heimi.
  • Hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.
  • Þú getur fengið rafræn skilríki fyrir símann þinn eða snjallkort.
  • Flestar opinberar stofnanir og sveitarfélög bjóða nú þegar upp á innskráningu á þjónustusíður með rafrænum skilríkjum
  • Aðeins eitt PIN-númer fyrir allar þjónustusíður sem bjóða upp á innskráningu með rafrænum skilríkjum.
  • Aukið öryggi og þægindi.
  • Metin öruggasta auðkenninging sem almenningi stendur til boða.

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum á netinu jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.

 

Þú getur notað skilríkin til auðkenningar og fullgildrar undirritunar. Nú þegar bjóða flestar opinberar stofnanir og sveitarfélög upp á innskráningu á þjónustusíður með rafrænum skilríkjum, sem og allir bankar, sparisjóðir og fleiri.

Þú getur fengið rafræn skilríki fyrir símann þinn eða snjallkort. Ef þú ætlar að gefa upp rafræn skilríki í síma þarftu að athuga hvort SIM-kort símans styður rafræn skilríki. Ef ekki geturðu fengið slíkt kort hjá símafyrirtækinu þínu. Þú ferð þá í banka, sparisjóð eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd.

 

Rafræn skilríki er hægt að setja í nánast allar gerðir farsíma. Það er gott að vita að til að fá rafræn skilríki í símann þarf það ekki að vera snjallsími. Einfaldari símar duga.

 

Rafræn skilríki auka öryggi. Þau eru þægileg. Allt sem þú þarft að gera er að muna eitt PIN-númer í stað nokkurra og þau veita þér aðgang að mörgum þjónustusíðum. Að auki geturðu notað þau til að gefa fullgilda undirskrift. Rafræn skilríki hafa verið metin öruggasta auðkenningin sem almenningi stendur til boða, samkvæmt nýlegri könnun. Lykilorð er aldrei geymt miðlægt og það eykur öryggi.

 

Rafræn skilríki byggja á svokallaðri Íslandsrót sem er í eigu og umsjá ríkisins. Ríkið gefur ekki út skilríki til einstaklinga, en setur ströng skilyrði um útgáfuna. Aðilar sem gefa út eða hyggjast gefa út skilríki til einstaklinga á Íslandi eru undir opinberu eftirliti sem  Neytendastofa sér um . Með ströngum kröfum og eign sinni á Íslandsrót hefur ríkið fulla stjórn á umhverfi skilríkjanna og ber ábyrgð á þeirri grunngerð sem þau eru byggð á.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna