Gjaldmiðillinn & bankar
Gjaldmiðillinn á Íslandi er íslenska krónan (ISK). Hægt er að skipta erlendum gjaldmiðlum í bönkum. Í dag er ekki mjög algengt að sjá seðla og mynt, fólk notar frekar debet- eða kreditkort eða jafnvel farsímaforrit til að greiða fyrir vörur og þjónustu í daglegu lífi.
Það er nauðsynlegt að hafa bankareikning þegar þú býrð og starfar á Íslandi. Það gerir þér kleift að fá launin þín beint inn á bankareikninginn þinn og það er mikilvægt í daglegu fjármálaamstri. Með bankareikningi færðu líka debetkort til að nota þegar þú greiðir fyrir vörur og þjónustu. Bankar bjóða mismunandi vexti og þjónusta þeirra er svolítið mismunandi svo það er gott að velja banka vandlega til að komast að því hver þeirra hentar þér best.

Gjaldmiðillinn
Það er ekki algengt að geta greitt með öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni á Íslandi. Flestar verslanir, fyrirtæki og leigubílar taka við greiðslu með kortum (debet- og kreditkort). Upplýsingar um viðmiðunargengi krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum má finna hér. Nánari upplýsingar um íslensku krónuna, vexti, verðbólgumarkmið o.s.frv. er einnig að finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands.
Bankaþjónusta
Það eru margir bankar á Íslandi en hér er listi yfir þrjá helstu bankana sem bjóða þjónustu fyrir einstaklinga og hafa góðar upplýsingar á ensku á vefsíðum sínum.
Arion banki
Íslandsbanka
Landsbankinn
Til að eiga bankareikning þarftu að hafa íslenska kennitölu. Það tekur örfáar mínútur að opna sparireikning í bönkum nú á tímum. Ef þú ert með rafræn skilríki er ferlið fljótlegt og þú getur fengið aðstoð frá þjónustufulltrúum í bönkunum í gegnum síma eða spjall.
Debetkorti fylgir bankareikningur en til að fá kreditkort gætirðu þurft að sýna að þú hafir vinnu og að fá laun.
Helstu bankar eru allir með netbankaþjónustu þar sem þú getur greitt reikninga, millifært peninga og sinnt öðrum fjármálum. Auðveldasta og ódýrasta leiðin til að flytja peninga til útlanda er að gera það með netbankaþjónustunni.
Margir hraðbankar eru staðsettir umhverfis Ísland, venjulega í bæjum og í eða nálægt verslunarmiðstöðvum.