EnglishPolishIcelandic

Félags- og barnamálaráðherra skipar Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs. Nichole er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi.

 

Nichole er með B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. í Náms og Kennslufræði frá Háskóla Íslands. Nichole var leiðbeinandi við Leikskólann Heiðarborg frá 2000-2003 en tók svo við starfi verkefnastjóra á leikskólanum Múlaborg árið 2004 þar sem hún vann með fjölbreyttum barna- og samstarfshóp með því að skoða á samstarf og teymisvinnu í skólastarfi. Árið 2008 tók hún við starfi verkefnastjóra með umsjón yfir fjölmenningarstefnu leikskólans.

 

Nichole varð aðstoðarleikskólastjóri á Leikskólanum Ösp árið 2009 þar sem hún kom mikið að rekstri og stjórnun skólans og varð svo skólastjóri skólans árið 2011 og sinnti því starfi allt til ársins 2016. Í starfi sínu sem leikskólastjóri hefur Nichole komið að ýmsum verkefnum sem tengjast fjölmenningu og má þar nefna samvinnuverkefni um menningu, mál og læsi í Fellahverfi og íslenskunámskeið fyrir foreldra af erlendum uppruna í leikskólanum Ösp en það verkefni hefur fengið tilnefningu til að vita frá Samfok.

 

Nichole var alþingismaður á árunum 2016-2017 en hefur verið verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2018 til dagsins í dag. Að auki hefur Nichole verið formaður Hverfisráðs Breiðholts frá 2014-2018.

Deila þessari færslu

Deila á Facebook
Deildu á Linkedin
Deila á Twitter
Deildu með tölvupósti
Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna