EnglishPolishIcelandic

Ofbeldi, misnotkun og vanræksla

Ef þú verður fyrir ofbeldi, er mikilvægt að átta sig á því að það er ekki þér að kenna og að það er möguleiki á að fá hjálp.

 

Til að tilkynna hvers kyns ofbeldi gegn sjálfum þér eða barni, hringdu í XNUMX eða opnaðu netspjall beint við XNUMX, hjálparsíma Rauða krossins eða Heilsuveru.

Kvennaathvarfið - öruggur staður fyrir konur

 

Konur og börn þeirra, sem verða fyrir heimilisofbeldi, eiga öruggan stað til að leita á, Kvennaathvarfið. Það er líka fyrir konur sem eru fórnarlömb nauðgunar og/eða mansals.

 

Í athvarfinu býðst konum aðstoð ráðgjafa, þær fá þak yfir höfuðið, ráðgjöf, stuðning og gagnlegar upplýsingar.

 

Sjá nánari upplýsingar um Kvennaathvarfið hér.

Alltaf skal tilkynna ofbeldi gegn barni

Samkvæmt íslenskum barnaverndarlögum, ber öllum að tilkynna, til lögreglunnar eða barnaverndarnefnda, ef grunur er um ofbeldi gegn barni, ef það verður fyrir áreiti eða býr við óviðunandi aðstæður.

 

Fljótlegast og auðveldast er að hafa samband í 112. Ef um er að ræða ofbeldi gegn barni getur þú einnig haft beint samband við barnaverndarnefnd á þínu svæði. Hér er listi yfir allar nefndir á Íslandi

Misnotkun í nánum samböndum

Heimasíða 112.is hefur skýrar upplýsingar og leiðbeiningar (er á þremur tungumálum) um hvernig bregðast skuli við í tilfellum um misnotkun í nánum samböndum, kynferðisofbeldi, vanrækslu og fleira.

 

Kannast þú við misnotkun? Lestu sögur um fólk við ýmsar erfiðar aðstæður, til að geta betur greint á milli slæmra samskipta og misnotkunar.

„Þekktu rauðu ljósin“ er vitundarvakning Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar sem fjallar um misnotkun og ofbeldi í nánum samböndum. Herferðin sýnir stutt myndbönd þar sem nokkrar mjög hugrakkar konur segja frá sögu sinni með ofbeldisfullum samböndum og líta til baka á rauðu ljósin þótt það hafi verið of seint.

Misnotkun á netinu

Misnotkun gegn fólki á netinu, sérstaklega börnum, er að verða stærra vandamál. Það er mikilvægt og mögulegt að tilkynna ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Barnaheill (Save The Children) rekur ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna efni á netinu sem er skaðlegt börnum.

 

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna