EnglishPolishIcelandic

Foreldraorlof

Foreldrar eiga rétt á launuðu leyfi þegar þau eigast barn, ættleiða barn eða fóstra barn til frambúðar. Foreldrar fá annað hvort orlofsgreiðslur eða fæðingarstyrki úr Fæðingarorlofssjóði. Upphæðin sem greidd er fer eftir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Einnig er mögulegt að taka foreldraorlof, launalaust leyfi sem foreldrar geta tekið þar til barn þeirra nær átta ára aldri.

Á heimasíðu Vinnumálastofnunar er mögulegt að sækja um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.

 

Umsóknum um fæðingarorlof verður að skila a.m.k. sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag og umsóknum um fæðingarstyrki að minnsta kosti þremur vikum fyrr.


Tilkynna þarf vinnuveitanda um fæðingarorlof að minnsta kosti átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.


Þunguðum konum og starfsmönnum í fæðingarorlofi og/eða foreldraorlofi má ekki segja upp nema gildar og réttmætar ástæður liggi fyrir.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna