Meðlag og bætur
Meðlag
Meðlag er greiðsla með eigin barni til þess foreldris sem hefur forræði yfir barninu. Það foreldri sem hefur forræði yfir barninu fær meðlagið greitt í sínu nafni en á að nota það í þágu barnsins. Foreldrar verða að styðja börn sín upp að átján ára aldri.
- Foreldrar ættu að koma sér saman um meðlag við skilnað eða slit á skráðri sambúð og þegar breytingar verða á forsjá barns.
- Það er venjulega foreldrið sem barnið hefur lögheimili hjá og býr hjá sem óskar eftir meðlagi.
- Meðlagssamningar eru aðeins gildir ef þeir eru staðfestir af sýslumanni.
- Meðlagssamningi er hægt að breyta ef aðstæður breytast eða ef hann þjónar ekki hagsmunum barnsins.
- Öllum deilum varðandi meðlagsgreiðslur skal vísað til sýslumanns.
Um meðlag á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins.

Barnabætur
Barnabótum er ætlað að hjálpa foreldrum með börn og jafna stöðu þeirra. Ákveðin upphæð er greidd út til foreldra fyrir hvert barn upp að átján ára aldri.
- Barnabætur eru greiddar til foreldra með börn yngri en átján ára.
- Föst upphæð er greidd fyrir hvert barn yngra en sjö ára án tillits til tekna. Annars eru barnabætur tekjutengdar og reiknaðar á grundvelli tekna frá árinu áður eins og lýst er í viðkomandi skattframtali.
- Ekki þarf að sækja sérstaklega um barnabætur.
- Fjárhæð barnabóta fer eftir tekjum foreldra, hjúskaparstöðu þeirra og fjölda barna.
- Skattayfirvöld reikna út upphæð barnabóta og eru útreikningar byggðir á skattframtölum.
- Fjársýsla ríkisins greiðir barnabætur út fjórum sinnum á ári: 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.
- Barnabætur teljast ekki til tekna og eru ekki skattskyldar.
Um barnabætur á vefsíðu Skattsins.