EnglishPolishIcelandic

Fjölskyldan

Í þessum kafla er að finna upplýsingar sem skipta fjölskyldur máli varðandi ýmsa hluti. Mikið af upplýsingunum getur auðvitað komið einstaklingum að góðu.

 

Fjölskylduformið er margbreytilegt og hver fjölskylda hefur mismunandi þarfir. Er fjölskyldan eða einhverjir meðlimir hennar búsettir á Íslandi eða ætla að flytja hingað? Hvaða möguleikar eru fyrir einstæða foreldra þegar kemur að dagvistun, meðlagi og þjónustu svo dæmi séu tekin?

 

Þú ættir að geta fundið upplýsingar um þetta og margt annað hér að neðan.

Harmonikkuinnihald

Upplýsingar um hinar ýmsu fjölskyldugerðir á Íslandi - fjölskyldur eru ólíkar en eru allar eðlilegur hluti af íslensku samfélagi. Meira um fjölskyldugerðir hér.

Það eru bara til ein hjúskaparlög á Íslandi og þau eiga jafnt við um karl og konu, tvær konur og tvo karla. Almennar upplýsingar um þætti er varða hjónaband og sambúð.

 

Fólk sem býr í óvígðri sambúð hefur engar framfærsluskyldur gagnvart hvert öðru og er ekki löglegur erfingi hvers annars.

 

Hvor tveggja maka getur farið fram á skilnað, hvort sem hinn makinn vill skilnað eða ekki. Fyrsta skrefið er venjulega að heimila skilnað að borði og sæng og síðan er fullur lögskilnaður eftir eitt ár. Þó má heimila lögskilnað eftir hálft ár ef bæði hjónin eru sammála um að sækja um lögskilnað þá.

 

Meira um hjónaband, sambúð og skilnað hér.

Foreldrar eiga rétt á launuðu leyfi þegar þau eignast barn, ættleiða barn eða fóstra barn til frambúðar. Foreldrar fá annað hvort orlofsgreiðslur eða fæðingarstyrki úr Fæðingarorlofssjóði.

 

Upphæðin sem greidd er fer eftir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Það er líka hægt að taka foreldraorlof, launalaust leyfi sem foreldrar geta tekið þar til barn þeirra nær átta ára aldri.

 

Meira um foreldraorlof hér.

Meðlag er greiðsla fyrir framfærslu eigin barns til foreldris með forsjá barnsins.

 

Foreldri sem fer með forsjá barnsins fær meðlagsgreiðslur í eigin nafni en verður að nota þær í þágu barnsins.

 

Foreldrar verða að styðja börn sín upp að átján ára aldri.

 

Barnabótum er ætlað að hjálpa foreldrum með börn og jafna stöðu þeirra.

 

Ákveðin upphæð er greidd út til foreldra fyrir hvert barn upp að átján ára aldri.

 

Nánari upplýsingar um meðlag og bætur.

 

Leikskóli er fyrsta stigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir grunnskólaaldri, þ.e yngri en 6. Hann er fyrir öll börn, óháð andlegri og líkamlegri getu, menningu eða trúarbrögðum.

 

Þegar fæðingarorlofi lýkur og foreldrar snúa aftur út á vinnumarkaðinn eða hefja nám þurfa þeir að finna viðeigandi dagvistarúrræði fyrir barn sitt.

 

Með daggæslu er átt við gæslu barna milli kl. 7 og 7 á virkum dögum í íbúðarhúsnæði dagforeldra.

 

Nánari upplýsingar um dagvistun og dagforeldra.

Félagsþjónusta er þjónusta sem bæjaryfirvöld veita íbúum sínum, svo sem öldruðum og fötluðum.

 

Félagsþjónustan felur í sér hluti eins og að veita fólki gistingu eða fjárhagslegan stuðning þegar þess er þörf.

 

Erlendir ríkisborgarar sem þiggja fjárhagslegan stuðning gætu átt á hættu að dvalarleyfi þeirra verði ekki endurnýjað.

 

Lestu meira um félagslegan stuðning og þjónustu hér.

Foreldrum er skylt samkvæmt lögum að sjá um börn sín, sýna umhyggju og virðingu, sinna uppeldisskyldum sínum og koma til móts við hagsmuni og þarfir barna sinna.

 

Einelti er ofbeldi og samfélagsleg útskúfun og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður.

Einelti á sér stað milli einstaklings og hóps eða milli tveggja einstaklinga. Einelti getur verið munnlegt, félagslegt, andlegt og líkamlegt.

 

Hér finnur þú frekari upplýsingar um réttindi barna og einelti.

Vissir þú að vegna COVID-19 er hægt að sækja um styrk til þess sveitarfélags sem þú átt heima í fyrir íþrótta- og tómstundastarfi barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, voru að meðaltali lægri en 740,000 kr. á mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020.

 

Finndu út hvort þú átt rétt á þessum styrk. Nánari upplýsingar á mörgum tungumálum er að finna hér.

Samkvæmt lögum eiga fatlaðir rétt á almennri þjónustu og aðstoð. Þeir skulu hafa jafnan rétt og njóta lífskjara sem eru sambærileg við það sem er hjá öðrum þegnum samfélagsins.

 

Fatlað fólk hefur rétt til menntunar með viðeigandi stuðningi á öllum stigum náms.

 

Þeir hafa einnig rétt á því að fá leiðbeiningar og aðstoð við að finna vinnu við hæfi.

Meðlimir LGBTQAI + samfélagsins hafa sömu réttindi og allir aðrir til að skrá sig í sambúð.

 

Samkynhneigðir sem eru í hjónabandi eða í skráðri sambúð geta ættleitt börn eða eignast börn með tæknifrjóvgun, með þeim venjulegu skilyrðum sem gilda um ættleiðingu barna og hafa sömu réttindi og aðrir foreldrar ef þeir eiga börn fyrir.

 

Meira um þetta og önnur vandamál tengd LGPTQ +.

Á vefsíðu Þjóðskrár er mikið af gagnlegum upplýsingum um fjölskyldutengd málefni.

Endilega kíkið við.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna