Hlutdeildarlán er ný lausn fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga með takmarkaðar eignir. Þetta er úrræði til hjálpar þeim sem þurfa á aðstoð að halda til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Eftir því hverjar tekjurnar eru er hægt að fá 20% eða 30% eiginfjárlán.
Þeir sem koma til greina eru fyrstu kaupendur og þeir sem ekki hafa verið eigendur fasteigna undanfarin fimm ár og eru undir ákveðnum tekjumörkum. Þannig mun hlutdeildarlán hjálpa einstaklingum / hjónum / sambýlisfólki til að byggja upp eigið fé í stað þess að vera fast á leigumarkaði eða heima hjá foreldrum sínum.