EnglishPolishIcelandic

Atvinnuleyfi

Ríkisborgarar landa utan EES / EFTA þurfa atvinnuleyfi áður en þeir flytja til Íslands til að vinna. Ef þú ert nú þegar á Íslandi þegar umsókn um atvinnuleyfi fyrir þig berst í fyrsta skipti verður þú í raun að yfirgefa landið. Þú getur fengið nánari upplýsingar frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleyfi fengin í öðrum EES-löndum eru ekki gild á Íslandi.

 

Atvinnurekandi sem hyggst ráða útlending sem er utan EES / EFTA svæðisins skal sækja um og þegar hafa fengið atvinnuleyfi áður en erlendi ríkisborgarinn hefur vinnu. Umsóknum um atvinnuleyfi verður að skila, þar með töldum nauðsynlegum gögnum, til Útlendingastofnunar sem áframsendir síðan umsóknina til Vinnumálastofnunar að uppfylltum skilyrðum fyrir dvalarleyfi fyrir viðkomandi erlendan ríkisborgara.

 

Ef útlendingur er ríkisborgari í ríki innan EES / EFTA svæðisins, þá er ekki nauðsynlegt fyrir vinnuveitandann að sækja um atvinnuleyfi fyrir stafsmanninn. Ef nauðsynlegt er að fá kennitölu fyrir fyrir hann þá þarftu að haffa samband við Þjóðskrá. Til að fá upplýsingar um hvaða ríkisborgarar eru undanþegnir með tilliti til atvinnuleyfis á Íslandi smelltu hér.

 

Upplýsingar um dvalarleyfi byggt á vinnu og tímabundin dvalar- og atvinnuleyfi á vefsíðu Útlendingastofnunar.

 

Um atvinnuleyfi á vefsíðunni work.iceland.is 

Skjöl sem ber að leggja fram

Umsókn um dvalarleyfi og umsókn um atvinnuleyfi auk nauðsynlegra fylgigagna skal skila til Útlendingastofnunar eða á skrifstofa sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins til staðfestingar á því að kröfur um búsetuleyfi eru uppfyllt.

 

Kvittun

Umsókn um dvalarleyfi 

Passamynd 

Ljósrit af vegabréfi

Staðfest frumrit erlends sakavottorðs 

Staðfest afrit eða frumþýðing af viðurkenndum þýðanda sakavottorðsins 

Sjúkratrygging

Umsókn um viðeigandi atvinnuleyfi

Ráðningarsamningur

 

Dvalarleyfið verður þó ekki gefið út fyrr en umsækjandi hefur komið til myndatöku á skrifstofum Útlendingastofnunar eða á skrifstofum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins, innan viku frá komu hans til Íslands, greint frá búsetu sinni til stofnunarinnar og gengist undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til Íslands. Athugið að umsækjandi þarf að framvísa gildu vegabréfi þegar hann kemur inn í myndatöku til auðkenningar.

 

Útlendingastofnun mun ekki gefa út dvalarleyfi ef umsækjandi uppfyllir ekki kröfurnar sem að framan greinir. Þetta gæti leitt til ólöglegrar dvalar og brottvísunar.

 

Ef umsækjandi uppfyllir öll skilyrði dvalarleyfis verður leyfið veitt.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna