Lífeyrissjóðir & stéttarfélög
Lífeyrissjóðir
Allir launþegar verða að greiða í lífeyrissjóði. Tilgangur lífeyrissjóða er að greiða sjóðfélögum sínum ellilífeyri og tryggja þeim og fjölskyldum þeirra tekjumissi vegna starfsgetu eða andláts.
Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið á Íslandi?
Fullur réttur til ellilífeyris krefst samtals að minnsta kosti 40 ára búsetu á aldursbilinu 16 til 67 ára. Ef búseta þín á Íslandi er innan við 40 ár er réttur þinn reiknaður hlutfallslega út frá dvalartíma. Nánari upplýsingar um þetta hér.
Af hverju þarf ég að borga í lífeyrissjóð?
Stéttarfélög og stuðningur á vinnustað
Hlutverk stéttarfélaga er fyrst og fremst að semja, fyrir hönd félagsmanna sinna, um laun og önnur ráðningarkjör í kjarasamningum og verja hagsmuni þeirra á vinnumarkaði.
Í stéttarfélögum taka launafólk höndum saman, á grundvelli sameiginlegrar atvinnugreinar og / eða menntunar, til að verja hagsmuni sína.
Verkalýðshreyfingin kemur fram fyrir hönd launafólks og tryggir réttindi þess. Ekki er skylda að vera í stéttarfélagi en launþegar greiða engu að síður félagsgreiðslur til stéttarfélags. Til þess að vera skráður í stéttarfélagi og njóta þeirra réttinda sem félagsaðild fylgir þarf að sækja um inngöngu skriflega.
Efling og VR eru stór stéttarfélög og það eru fjölmörg önnur víða um landið. Svo eru samtök launafólks eins og SVO, BSRB, BHM, KÍ (og fleiri) sem vinna að því að verja réttindi félagsmanna sinna.
Fræðslu- og tómstundastuðningur og styrkir frá Eflingu og VR
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
Hlutverk ASÍ er að vinna að hagsmunum aðildarfélaga sinna, verkalýðsfélaga og launafólks með því að veita forystu með samræmdri stefnu á sviði atvinnu-, félags-, mennta-, umhverfis- og vinnumarkaðsmála.
Það er byggt upp af 46 stéttarfélögum almennra starfsmanna, skrifstofu- og verslunarmanna, sjómanna, byggingar- og iðnverkamanna, rafiðnaðarmanna og ýmissa annarra stétta á almennum vinnumarkaði og hluta hins opinbera.