Háskólar
Háskólar á Íslandi
Íslenskir háskólar eru þekkingarmiðstöðvar og hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi.
Það eru sjö háskólar starfandi á Íslandi. Það eru fjórir ríkisháskólar og þrjú einkarekin samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
Háskólar:
Háskólasetur:

Íslenska námsárið er venjulega frá september til maí og skiptist í tvær misseri; haust og vor. Yfirleitt er haustmisserið frá byrjun september þar til í lok desember og vormisseri frá byrjun janúar til loka maí, þó í sumum greinum geti þetta verið mismunandi.
Skólagjöld eru mismunandi milli stofnana. Opinberir háskólar hafa ekki skólagjöld þó þeir hafi árlegt skráningar- eða umsýslugjald sem allir námsmenn verða að greiða. Nánari upplýsingar um gjaldtöku er að finna á vefsíðum hvers háskóla.
Erlendir námsmenn sækja í íslenskar háskólastofnanir annað hvort sem skiptinemar eða til þess að ná sér í gráðu. Vinsamlegast hafðu samband við alþjóðaskrifstofu þíns heimaháskólatil að fá upplýsingar um háskóla sem samstarf er við.
Forkröfur
Þeir sem ætla að stunda háskólanám þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Háskólum er heimilt að setja sérstök inntökuskilyrði og láta nemendur þreyta inntökupróf eða stöðupróf.
Nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi en að mati viðkomandi háskóla búa yfir jafngildum þroska og þekkingu, geta innritast.
Ennfremur er háskólum heimilt, með samþykki menntamálaráðuneytisins, að bjóða undirbúningsnám fyrir þá sem ekki hafa stúdentspróf.
Fjarnám er í boði í nokkrum háskólum. Nánari upplýsingar um það er hægt að fá á vefsíðum hinna ýmsu háskóla.
Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) er lánveitandi námslána. Allar nánari upplýsingar varðandi námslán er að finna á heimasíðu LÍN. Háskólanemum bjóðast margskonar styrkir til náms og rannsókna, hér heima og erlendis.