EnglishPolishIcelandic

Háskólar

  • Það eru sjö háskólar á Íslandi og er Háskóli Íslands sá stærsti.
  • Menntastofnanir á háskólastigi samanstanda af ýmsum námsbrautum og deildum.
  • Viðurkenndar gráður eru diplómagráður, BA-gráður og doktorsgráður.
  • Íslenska skólaárið er frá september til maí og skiptist í tvö misseri; haust og vor.
  • Háskólarnir bjóða upp á ráðgjafaþjónustu fyrir nemendur og væntanlega nemendur.
  • Opinberir háskólar eru ekki með skólagjöld þó þeir séu með árlegt skráningar- eða umsýslugjald sem allir nemendur þurfa að greiða.
  • Erlendir stúdentar sækja ýmist íslenskar háskólastofnanir sem skiptinemar eða sem námsmenn sem vinna að prófgráðu.

Háskólar á Íslandi

Á Íslandi eru sjö háskólar, þrír einkareknir og fjórir opinberir. Þeir stærstu eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, báðir staðsettir í höfuðborginni, síðan Háskólinn á Akureyri, höfuðstað norðurlands. Íslenskir ​​háskólar eru þekkingarmiðstöðvar og hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi.

Menntastofnanir á háskólastigi samanstanda af ýmsum námsbrautum og deildum innan þessara námsbrauta, rannsóknastofnunum og miðstöðvum og ýmsum þjónustustofnunum og skrifstofum.

 

Formleg viðmið fyrir háskólanám og prófgráður eru gefin út af menntamálaráðherra. Fyrirkomulag kennslu, rannsókna, náms og námsmats er ákveðið innan háskólans. Viðurkenndar prófgráður fela í sér diplómanám, gráðu sem veitt er að loknu grunnnámi, meistaragráðu, að loknu einu eða fleiri ára framhaldsnámi og doktorsgráðu, að loknu viðamiklu rannsóknartengdu framhaldsnámi.

 

Háskólarnir bjóða ráðgjafaþjónustu fyrir nemendur og verðandi nemendur. Þjónustan nær til ráðgjafar varðandi val á námi, vinnubrögð og önnur mál sem tengjast námi.

 

Háskólar:

Háskóli Íslands 

Háskólinn á Akureyri 

Háskólinn á Bifröst 

Háskólinn í Reykjavík 

Háskólinn á Hólum 

Landbúnaðarháskóli Íslands 

Listaháskóli Íslands

 

Háskólasetur:

Háskólasetur Vestfjarða

Háskóli Íslands - Rannsóknasetur á Snæfellsnesi

 

Íslenska námsárið stendur frá september til maí og skiptist í tvö misseri; haust og vor. Yfirleitt er haustmisserið frá byrjun september til loka desember og vormisseri frá byrjun janúar til loka maí, þótt þetta geti verið mismunandi á milli greina.

 

Skólagjöld eru mismunandi milli háskóla. Opinberir háskólar hafa ekki skólagjöld þó þeir hafi árlegt skráningar- eða umsýslugjald sem allir nemendur verða að greiða. Nánari upplýsingar um gjaldtöku er að finna á vefsíðum hvers háskóla.

 

Erlendir námsmenn sækja í íslenskar háskólastofnanir annað hvort sem skiptinemar eða til þess að ná sér í gráðu. Vinsamlegast hafðu samband við alþjóðaskrifstofu þíns heimaháskóla til að fá upplýsingar um háskóla sem samstarf er við.

 

Sprettur

Sprettur er verkefni á fræðasviði Háskóla Íslands sem styður við efnilegt ungt fólk með innflytjendabakgrunn sem kemur úr fjölskyldum þar sem enginn hefur háskólamenntun.

 

Markmið Spretturs er að skapa jöfn tækifæri í menntun. Þú getur fundið heimasíðu Sprettur verkefnis hér.

Forkröfur

Þeir sem ætla að stunda háskólanám þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Háskólum er heimilt að setja sérstök inntökuskilyrði og láta nemendur þreyta inntökupróf eða stöðupróf.

Nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi en að mati viðkomandi háskóla búa yfir nægilegum þroska og þekkingu, geta innritast.

 

Ennfremur er háskólum heimilt, með samþykki menntamálaráðuneytisins, að bjóða upp á undirbúningsnám fyrir þá sem ekki hafa stúdentspróf.

 

Fjarnám er í boði í nokkrum háskólum. Nánari upplýsingar um það er hægt að fá á vefsíðum hinna ýmsu háskóla.

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir námslána. Allar nánari upplýsingar varðandi námslán má finna á heimasíðu sjóðsins. Háskólanemum er boðið upp á margskonar styrki til náms og rannsókna, hér heima og erlendis.

Öryggisstillingar
Við notum kökur til að bæta upplifun þína meðan þú notar vefsíðu okkar. Ef þú ert að nota þjónustu okkar í gegnum vafra geturðu takmarkað, lokað á eða fjarlægt smákökur í gegnum stillingar vafrans þíns. Við notum einnig efni og forskriftir frá þriðja aðila sem kunna að nota rakningartækni. Þú getur veitt samþykki þitt hér að neðan til að leyfa slíkan þriðja aðila. Fyrir frekari upplýsingar um vafrakökur sem við notum, gögn sem við söfnum og hvernig við vinnum úr þeim, vinsamlegast athugaðu Friðhelgisstefna