Leik- og grunnskóli
Leikskóli
Á Íslandi eru leikskólar skilgreindir sem fyrsta formlega skólastigið í menntakerfinu. Leikskólar eru ætlaðir börnum frá 9 mánaða til 6 ára aldri. Börn þurfa ekki að sækja leikskóla, en á Íslandi gera rúmlega 95% allra barna það.
Engar takmarkanir eru, aðrar en aldur, við skráningu barns í leikskóla. Ef barn þjáist af andlegri eða líkamlegri þroskahömlun býðst því oft að komast fyrr að í leikskóla þar sem öllum þroskaþörfum er mætt með því að veita stoðþjónustu án aukakostnaðar fyrir foreldra.
Sjá upplýsingar hér um réttindi fatlaðra.
Leikskólar eru í flestum tilfellum reknir af sveitarfélögum en geta einnig verið einkareknir. Kostnaður vegna leikskólakennslu er niðurgreiddur af sveitarfélögum og er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Foreldrar sækja um skráningu barna sinna á leikskóla hjá sveitarfélaginu þar sem þeir eiga lögheimili. Á vefsíðum fræðslu- og fjölskylduþjónustuaðila í öllum sveitarfélögum er að finna upplýsingar um skráningu og verðlagningu.
Leikskólar fara eftir því sem kallað er Íslensk aðalnámskrá. Hver leikskóli hefur að auki hafa sína eigin námskrá og fræðslu-/þróunaráherslur. Upplýsingar um einstaka leikskóla eru aðgengilegar í gegnum fræðsluyfirvöld á hverjum stað, á heimasíðum leikskóla eða með því að hafa beint samband við leikskólastjóra.

Grunnskóli
Grunnskólar (skyldunám) eru reknir af fræðsluyfirvöldum í sveitarfélögum og er námið gjaldfrjálst. Foreldrar skrá börn í grunnskóla í því sveitarfélagi þar sem þau eiga lögheimili.
Venjulega eru engir biðlistar í grunnskóla. Undantekningar geta verið í stærri sveitarfélögum þar sem foreldrar geta valið á milli skóla í ýmsum hverfum.
Foreldrum er skylt að skrá öll börn á aldrinum 6-16 ára í grunnskóla og er mætingaskylda. Foreldrar bera ábyrgð á mætingu barna sinna og eru hvattir til samstarfs við kennara um þátttöku barna sinna í námi.
Grunnnámi á Íslandi er skipt í þrjú stig:
- 1. til 4. bekkur (ung börn á aldrinum 6 – 9 ára)
- 5. til 7. bekkur (unglingar á aldrinum 10 – 12 ára)
- 8. til 10. bekkur (ungir fullorðnir eða unglingar á aldrinum 13 - 15 ára)
Börn og ungt fullorðið fólk sem lendir í námsörðugleikum vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra vandamála, eiga rétt á hvers kyns viðbótarnámsstuðningi sem þau kunna að þurfa.
Grunnskólar eru með heilsdags stundaskrá, með frímínútum og hádegishléi. Skólar eru starfræktir að lágmarki níu mánuði á ári 180 skóladaga. Það eru áætluð frí, hlé og dagar fyrir foreldrasamtöl.
Skráningareyðublöð og nánari upplýsingar um grunnskóla á hverjum stað er að finna á heimasíðum flestra skóla, á heimasíðum sveitarfélagsins og að auki geta foreldrar leitað eftir aðstoð við skráningu barns beint á skrifstofu viðkomandi grunnskóla.
Frekari upplýsingar um skyldunám á Íslandi er að finna í grunnskólalögum eða, í Íslenskri aðalnámskrá grunnskóla.