Yfirvöld
Ríkisstjórnin
The Núverandi ríkisstjórn Íslands er samstarf Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Stjórnarsáttmála þeirra er lýst hér.
Forsætisráðherra er Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra og ríkisstjórnin eru handhafar framkvæmdarvaldsins á meðan forsetinn hefur mjög takmarkað vald.

Sveitarfélög
Það eru tvö stjórnsýslustig á Íslandi, ríkið og sveitarfélög. Á fjögurra ára fresti kýs almenningur á svæðinu fulltrúa sína í sveitarstjórnina til að hafa umsjón með framkvæmd staðbundins lýðræðis. Sveitarstjórnirnar eru þeir valdhafar sem standa næst almenningi og þær bera ábyrgð á þjónustu við íbúa sveitarfélaganna. Sveitarfélögin hafa öll sömu stöðu og lagaskyldur, óháð fjölda íbúa.
Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmdum og bera ábyrgð á mörgum lykilþáttum velferðarþjónustunnar, svo sem leikskólum, grunnskólum og félagsþjónustu. Þau eru einnig ábyrg fyrir tæknilegum innviðum í hverju sveitarfélagi, svo sem neysluvatni, húshitun og meðhöndlun úrgangs. Að lokum eru þau skipulags- og byggingaryfirvöld og sjá um heilbrigðiseftirlit.
Landinu er skipt í 74 sveitarfélög, hvert með sína sveitarstjórn. Sveitarfélög hafa réttindi og skyldur gagnvart íbúum sínum og ríkinu. Einstaklingur er talinn íbúi í því sveitarfélagi þar sem lögheimili hans er. Sveitarfélög bjóða upp á margs konar þjónustu og því er nauðsynlegt að skrá sig á viðkomandi skrifstofu sveitarfélagsins þegar flutt er á nýtt svæði.
Erlendir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, fá kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir að hafa átt lögheimili á Íslandi í fimm ár samfleytt. Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar 18 ára og eldri, sem hafa átt lögheimili hér í þrjú ár í röð, öðlast kosningarétt.
Forsetinn
Forseti Íslands er þjóðhöfðingi landsins og eini fulltrúinn sem valinn er af öllum kjósendum í beinni kosningu. Embætti forseta var skilgreint í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sem tók gildi 17. júní 17 1944.
Núverandi forseti er Guðni Th. Jóhannesson.
Forsetinn er kosinn til fjögurra ára með almennri kosningu, engin takmörk eru á fjölda kjörtímabila en hann hefur takmarkað vald. Forsetabústaðurinn er á Bessastöðum í Garðabæ, nálægt höfuðborginni Reykjavík.
Dómstólar
Dómsvaldið á Íslandi er í höndum héraðsdómstóla sem er fyrsta dómsstig, an áfrýjunardómstól og Hæstarétti.
Íslandi er stjórnað skv. lögum; dómsvaldið er sjálfstætt og dómstólar eiga að dæma eingöngu á grundvelli laga og lúta ekki neinu valdi framkvæmdavaldsins. Þeir sem hafa framkvæmdavald eiga undantekningarlaust að fara að lögum og þeir eru bundnir af lögum.