Hoppa í meginmál

Markmið okkar er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur.
Fréttir

Ríkisborgararéttur - Íslenskupróf

Skráning í íslenskupróf vegna umsóknar um ríkisborgararétt nú í vor, hefst 8. mars. Skráningu lýkur 19. apríl, 2024. Ekki er hægt að sækja um eftir lokadag skráningar. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá prófanna: Reykjavík 21.-29.maí 2024 klukkan 9:00 og 13:00 Ísafjörður 14.maí 2024 klukkan 13:00 Egilsstaðir 15.maí 2024 klukkan 13:00 Akureyri 16.maí 2024 klukkan 13:00 Athugið að skráning í ríkisborgarapróf er ekki gild nema greiðsla hafi farið fram. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Mímis.

Síða

Ráðgjafaþjónusta

Ertu nýflutt/ur til Íslands eða enn að aðlagast? Við getum orðið að liði. Hafðu samband í gegnum netspjallið, hringdu í okkur eða sendu okkur tölvupóst. Við tölum íslensku, ensku, pólsku, úkraínsku, spænsku, arabísku, ítölsku, eistnesku, frönsku, þýsku og rússnesku.

Síða

Íslenskunám

Kunnátta í íslensku hjálpar innflytjendum að aðlagast samfélaginu og eykur atvinnumöguleika. Flestir innflytjendur á Íslandi eiga rétt á stuðningi til að fjármagna íslenskukennslu, til dæmis með námsstyrk frá stéttarfélagi, styrk frá Vinnumálastofnun fyrir atvinnuleitendur eða í gegnum félagsþjónustu fyrir þá sem þiggja fjárhagsaðstoð. Ef þú ert ekki í vinnu skaltu hafa samband við félagsþjónustuna eða Vinnumálastofnun til að kanna hvernig þú getur fengið aðstoð til að læra íslensku.

Síða

Um Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar

Markmið Fjölmenningardeildar Vinnumálastofnunar (MCC) er að gera hverjum einstaklingi kleift að verða virkur meðlimur í íslensku samfélagi, sama hver bakgrunnur hans er og hvaðan hann kemur. Á þessari vefsíðu eru veittar upplýsingar um ýmsa þætti daglegs lífs, stjórnsýslu á Íslandi, um flutning til og frá Íslandi og margt fleira.

Síða

Útgefið efni

Hér má finna allskyns útgefið efni frá Fjölmenningarsetri. Notið efnisyfirlitið til að sjá hvað er í boði.

Sía efni