Húsnæðisbætur

Íbúar í leiguhúsnæði geta átt rétt á húsnæðisbótum hvort sem þeir leigja félagslegt húsnæði eða á almennum markaði. Réttur til húsnæðisbóta fer eftir tekjum einstaklingsins.

  • Ef þú átt lögheimili á Íslandi getur þú sótt um húsnæðisbætur.
  • Sótt er um rafrænt á heimasíðu  Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar 
  • Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
  • Hvort húsnæðisbætur fáist greiddar og fjárhæð þeirra fer eftir leigufjárhæð, tekjum og fjölskyldustærð viðkomandi.
  • Áður en hægt er að sækja um húsnæðisbætur verður að vera búið að þinglýsa leigusamningi hjá sýslumanni sem gildir í að minnsta kosti þrjá mánuði.
  • Bætur eru ekki greiddar vegna leigu á herbergi með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og snyrtingu, né íbúða í atvinnuhúsnæði. Undanþegnir frá þessum skilyrðum eru námsmenn sem leigja á stúdentagörðum eða á heimavist og fatlaðir sem leigja á sambýlum.
  • Upplýsingar og reiknivél fyrir húsnæðisbætur eru á vef Húsnæðis -og mannvirkjastofnunnar.

  • Til að eiga rétt á húsaleigubótum þarf umsækjandi að eiga lögheimili í húsnæðinu. Námsmenn er sækja nám í annað sveitarfélag eru undanþegnir þessu skilyrði.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning hjá því sveitarfélagi sem umsækjandi hefur lögheimili


Hér má finna almennt um húsnæðisbætur. reikniforrit og fleira

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar