Fólk á rétt á að leita til hvaða heilsugæslustöðvar sem er en æskilegt er að snúa sér til heilsugæslustöðvar
sem er næst heimili viðkomandi.

Heilsugæslustöðvar eru um allt land og í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Þar er veitt öll almenn heilbrigðisþjónusta og þangað leitar fólk vegna veikinda eða annarra heilsufarsvandamála. 

Auk almennrar læknisþjónustu sinna heilsugæslustöðvar mæðravernd, ung- og smábarnavernd, skólaheilsugæslu og hjúkrun í heimahúsum.

Börn, undir 18 ára aldri, eru undanþegin komugjaldi á heilsugæslur og gjaldi vegna vitjana lækna í heimahús. Ósjúkratryggð börn greiða fullt gjald.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar