Hér á landi eru starfandi sjö háskólar ásamt nokkrum háskólasetrum á landsbyggðinni.
Þar af eru fimm þeirra ríkisháskólar.

 
  • Þeir sem hyggja á nám í háskóla skulu hafa lokið stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Leyfilegt er að ákveða sérstök inntökuskilyrði í háskóla og láta nemendur gangast undir inntökupróf eða stöðupróf.
  • Heimilt er að innrita nemendur sem ekki hafa tekið stúdentspróf eða sambærilegt próf en búa að mati viðkomandi háskóla yfir jafngildum þroska og þekkingu.
  • Þá hafa háskólar, að undangengnu samþykki menntamálaráðuneytis, leyfi til að bjóða upp á aðfararnám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði.
  • Allar nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og inntökureglur háskóladeilda ásamt kennslu- og námskrám, umsóknareyðublöðum og upplýsingum um skráningar- og skólagjöld er að finna á vefjum háskólanna.
  • Boðið er upp á fjarnám í nokkrum háskólanna. Samstarf er við sveitarfélög, háskóla- og þekkingasetur og símenntunar- og fræðslumiðstöðvar víðs vegar um land. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefjum námsdeilda sem bjóða upp á fjarnám.
  • Flestir taka lán til að framfleyta sér meðan á háskólanámi stendur. Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir lán til námsmanna. Allar nánari upplýsingar um námslán er að finna á vef LÍN.
  • Háskólanemum standa til boða margs konar styrkir til náms og rannsókna, hér heima og í útlöndum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.
  • Greinagóðar upplýsingar um flest er tengist háskólanámi á Íslandi fyrir erlenda námsmenn eru að finna á vef Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins – Study in Iceland. Upplýsingarnar eru á ensku. Þar eru meðal annars upplýsingar um íslenskunámskeið fyrir erlenda námsmenn sem hyggja á háskólanám hérlendis.
 

Linkar

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar