Gistiskýli

Gistiskýlið á Lindargötu

Lindargata 48
101 Reykjavík

Gistiskýlið er neyðarúrræði fyrir heimilislausa karlmenn, 18 ára og eldri. Þar er veitt húsaskjól, gisting og morgunmatur. Þvotta- og hreinlætisaðstaða er í húsinu. Á veturna er opið allan sólahringinn en á sumrin er lokað kl. 10–17. Þessi þjónusta er ókeypis.

Konukot

Eskihlíð 4
105 Reykjavík
Sími: (-354) 511-5150

Húsnæðið er neyðarúrræði fyrir konur sem hafa hvergi stað til að halla höfði. Húsið er opið milli kl. 19 – 10 yfir sumartímann, en frá 1. september er opið milli kl. 17 – 12. Boðið er upp á léttan kvöldverð og morgunverð. Þvotta- og hreinlætisaðstaða er til staðar. Þessi þjónusta er ókeypis.

Kaffistofa Samhjálpar

Borgartúni 1
105 Reykjavík
Sími: (+354) 561-1000

Kaffistofan er fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Opið er kl. 10–16 alla daga ársins. Kaffi og meðlæti er alltaf í boði og máltíð er kl. 15. Þessi þjónusta er ókeypis.

Gistiskýli Samhjálpar er að Þingholtsstræti 25 í Reykjavík.

Í Gistiskýlinu fá menn hrein rúm og hreina bað- og þvottaaðstöðu. Þá er borinn fram hollur morgunverður daglega.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar