Nám í framhaldsskólum er ekki skylda

 •  Skólarnir eru ýmist nefndir fjölbrautaskólar, framhaldsskólar, iðnskólar, menntaskólar eða verkmenntaskólar.
 • Allir sem hafa lokið grunnskóla eða hlotið svipaða menntun geta byrjað í framhaldsskóla.
 • Það skiptir miklu máli að tíundu bekkingar og forráðamenn þeirra og væntanlegir framhaldsskólanemendur kynni sér vel námsframboð skólanna. Námsráðgjafar og aðrir starfsmenn grunn- og framhaldsskóla veita einnig upplýsingar.
 • Nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk í grunnskóla og forráðamenn þeirra fá, á vormánuðum (april-maí), bréf frá menntamálaráðuneytinu með upplýsingum um innritun í dagskóla framhaldsskóla.
 • Aðrir umsækjendur um nám í dagskóla framhaldsskóla geta nálgast allar upplýsingar um nám og innritun á vef Menntagáttar.
 • Hægt er að fylgjast með inntökuferlinu á vef Menntagáttar. Þegar skólavist hefur verið úthlutað þarf umsækjandi að staðfesta hana með greiðslu innritunargjalds.
 • Þeim nemendum sem ekki ná tilskildum árangri í lokaprófum tíunda bekkjar á að standa til boða nám á almennri braut framhaldsskóla.
 • Misjafnt er hversu langur námstími framhaldsskólanema er og fer það eftir því hvort viðkomandi er í bóknámi eða verknámi (starfsnámi eða iðnnámi).
 • Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og önnur námsframboð sem sérstaklega eru ætlaðar nemendum með sérþarfir.
 • Margir framhaldsskólar bjóða upp á nám í öldungadeildum kvöldskóla sem einkum er ætlað fullorðnum nemendum. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir, að hausti og eftir áramót.
 • Einnig bjóða margir framhaldsskólar upp á fjarnám. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum framhaldsskóla sem bjóða upp á slíkt nám.
 • Framhaldsskólanemum á landsbyggðinni sem þurfa að sækja skóla út fyrir sitt sveitarfélag standa til boða styrkir, ýmist frá sveitarfélaginu eða svokallaður jöfnunarstyrkur.
 • Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda löggilt iðnnám og annað samþykkt starfsnám geta sótt um námslán.
 • Fjölskyldur eða forráðamenn framhaldsskólanema geta sótt um styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar eða hjá sveitarfélögunum vegna útgjalda. Allar nánari upplýsingar fást hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og skrifstofum sveitarfélaga í viðkomandi sveitarfélagi.

Linkar

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar