Allir þeir sem eru með ríkisborgararétt í löndum utan EES og EFTA og ætla að vera á Íslandi lengur en í þrjá mánuði þurfa að hafa dvalarleyfi hér á landi.

Nánasti aðstandandi í skilningi útlendingalaga:

Dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar eru veitt á grundvelli 69. – 72. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, og eru veitt nánasta aðstandanda einstaklings sem búsettur er hér á landi og hefur rétt til fjölskyldusameiningar.

Maki, sambúðarmaki og barn einstaklings sem stundar framhaldsnám á háskólastigi eða rannsóknir hér á landi telst einnig til nánasta aðstandanda í skilningi laganna.

Aðrir en þeir sem skilgreindir eru sem nánustu aðstandendur í skilningi laga um útlendinga geta ekki fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

Skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis vegna fjölskyldusameiningar er að grunnskilyrði dvalarleyfis séu uppfyllt. 

Skilyrði og réttindi dvalarleyfa á grundvelli fjölskyldusameiningar geta verið ólík eftir því hvers konar dvalarleyfi er sótt um. 

Dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar er fyrir nánasta aðstandanda sem búsettur er hér á landi

Íslensks ríkisborgara eða norræns ríkisborgara.
Erlends ríkisborgara sem hefur dvalarleyfi sem sérfræðingur, sem íþróttamaður, sem maki eða sambúðarmaki, á grundvelli alþjóðlegrar verndar, á grundvelli mannúðarsjónarmiða, vegna sérstakra tengsla við landið eða á grundvelli ótímabundins dvalarleyfis
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar