Lágmarksmeðlag með barni, sem kallað er einfalt meðlag, er viss upphæð sem endurskoðuð er árlega.

Upplýsingar um lágmarksmeðlag er að fá hjá Tryggingastofnun og Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Um meðlagsgreiðslur á vef Tryggingastofnunar

  • Foreldrum er frjálst að semja um aukið meðlag, eða hærri meðlagsgreiðslur en nemur einföldu meðlagi. Foreldri sem barn hefur lögheimili hjá og það býr hjá getur einnig krafist úrskurðar sýslumanns um aukið meðlag.
  • Ef breytingar verða á högum foreldra eða barns, geta foreldrar gert nýtt samkomulag um meðlag eða farið fram á endurskoðun og úrskurð sýslumanns.
  • Sýslumaður tekur mið af þörfum barns og högum foreldra við ákvörðun um upphæð meðlags.
  • Hægt er að óska eftir framlögum frá því foreldri sem greiðir meðlag vegna útgjalda við sérstök tilefni í lífi barnsins. Ungmenni sem orðið er 18 ára getur einnig farið fram á menntunarframlag fram að 20 ára aldri frá því foreldri sem það býr ekki hjá.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar