Félagsþjónusta er þjónusta sem sveitarfélög veita íbúum sínum, til dæmis öldruðum og fötluðum.

Félagsþjónusta felst til dæmis í því að útvega fólki húsnæði eða veita því fjárhagsaðstoð ef það þarf.

Erlendur ríkisborgari sem þiggur fjárhagsaðstoð getur átt á hættu að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi.

  • Sveitarfélögum er skylt að veita íbúum sínum aðstoð svo að þeir lendi ekki í þeirri aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr sínum málum.
  • Félagsmálanefndir eða félagsmálaráð sveitarfélaganna fara með framkvæmd félagsþjónustunnar og ber þeim einnig að bjóða upp á félagslega ráðgjöf.
  • Einstaklingar ættu að byrja á því að leita til síns sveitarfélags ef þeir lenda í vandræðum og sækja um þangað áður en þeir leita annað. Ef umsókn er synjað má kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar félagsþjónustu innan fjögurra vikna frá því niðurstaða var kynnt.
  • Þeir sem ekki eiga rétt á fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu geta leitað til annarra aðila eða félagasamtaka (sjá lista hér að neðan).
  • Íbúi sveitarfélags er hver sá sem á lögheimili í sveitarfélaginu og skiptir þá engu hvort viðkomandi er íslenskur eða erlendur ríkisborgari. Erlendir ríkisborgarar hafa því sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar til félagsþjónustu (svo lengi sem þeir eiga lögheimili í sveitarfélaginu).Hver sá sem dvelst eða ætlar að dvelja á Íslandi í sex mánuði eða lengur skal eiga hér lögheimili.
  • Erlendir ríkisborgarar sem lenda í fjárhags- eða félagslegum erfiðleikum og eru ekki með lögheimili á Íslandi geta einnig leitað til viðkomandi sendiráðs eða ræðismanns.
  • Hafa ber í huga að fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi getur haft áhrif á umsókn um framlengingu dvalarleyfis, umsókn búsetuleyfis og ríkisborgararéttar.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar