EnglishPolishIcelandic

Félags- og barnamálaráðherra skipar Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs. Nichole er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi.

 

Nichole er með B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. í Náms og Kennslufræði frá Háskóla Íslands. Nichole var leiðbeinandi við Leikskólann Heiðarborg frá 2000-2003 en tók svo við starfi verkefnastjóra á leikskólanum Múlaborg árið 2004 þar sem hún vann með fjölbreyttum barna- og samstarfshóp með áherslu á samstarf og teymisvinnu í skólastarfi. Árið 2008 tók hún við starfi verkefnastjóra með umsjón yfir fjölmenningarstefnu leikskólans.

 

Nichole varð aðstoðarleikskólastjóri á Leikskólanum Ösp árið 2009 þar sem hún kom mikið að rekstri og stjórnun skólans en varð svo skólastjóri skólans árið 2011 og sinnti því starfi allt til ársins 2016. Í starfi sínu sem leikskólastjóri hefur Nichole komið að ýmsum verkefnum sem tengjast fjölmenningu og má þar nefna samstarfsverkefni um menningu, mál og læsi í Fellahverfi og íslenskunámskeið fyrir foreldra af erlendum uppruna í leikskólanum Ösp en það verkefni hefur fengið tilnefningu til viðurkenningar frá Samfok.

 

Nichole var alþingismaður á árunum 2016-2017 en hefur verið verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2018 til dagsins í dag. Að auki hefur Nichole verið formaður Hverfisráðs Breiðholts frá 2014-2018.

Share this post

Privacy Settings
We use cookies to enhance your experience while using our website. If you are using our Services via a browser you can restrict, block or remove cookies through your web browser settings. We also use content and scripts from third parties that may use tracking technologies. You can selectively provide your consent below to allow such third party embeds. For complete information about the cookies we use, data we collect and how we process them, please check our Privacy Policy