Úrræði þegar ástæða er til að ætla að brotið sé gegn réttindum fatlaðs fólks

Á íslandi eru tvö stjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin bera ábyrgð á margvíslegri þjónustu við íbúa sína, s.s. leikskólum og grunnskólum og félagsþjónustu, þ.m.t. þjónustu og aðstoð við fatlað fólk og fjölskyldur þess. Einstaklingur telst vera íbúi í því sveitarfélagi þar sem lögheimili hans er. Hér má lesa lög um félagsþjónustu.

Í lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, er mælt fyrir um ákvæði að fatlað fólk skuli eiga rétt á fjölbreyttri þjónustu frá sveitarféalgi þar sem það bý sem á að koma til móts við tilteknar þarfir þess. Um það má nálgast frekari upplýsingar hér. Einnig fjalla lög um öll skólastig um hvernig eigi að koma til móts við þarfir fatlaðra nemenda. Hér má lesa lög um leikskóla. Hér má lesa lög um grunnskóla og hér má lesa lög um framhaldsskóla.

Ef fatlaður einstaklingur og/eða aðstandendur hans telja að hann fái ekki þann stuðning eða þjónustu sem hann á rétt á eða vilja leita eftir upplýsingum og leiðbeiningum um hver réttindin eru eða eftir atvikum fá stuðning til að fá réttindin kemur til greina að leita til eftirtalinna aðila. Sumir þeirra veita upplýsingar, leiðbeiningar og ráð og aðrir einnig aðstoð til að fylgja einstökum málum eftir.

 

Réttindagæsla félagsmálaráðuneytis

Samkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu. Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði.

Símanúmer: 545 8100

Netfang: rettindagaesla@rettindagaesla.is

Vesíða

 

Sjónarhóll

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð sem vinnur að því að styrkja og efla einstakar fjölskyldur. Markmið ráðgjafarinnar er að fatlað fólk, börn og fullorðnir og foreldrar barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara og búi við lífsskilyrði sem gera þeim kleift a að lifa eðlilegu lífi.

Sjónarhóll veitir ráðgjöf og úrlausn um úrræði og möguleika í kerfinu. Ráðgjöfin er aðgengileg og unnin á forsendum foreldra. Ekki þarf tilvísanir frá læknum og greining þarf ekki að liggja fyrir. Sjónarhóll er óháð stofnun og ekki þarf að greiða fyrir ráðgjöf.

Sjónarhóll,

Háaleitisbraut 11-13,

108 Reykjavík

Sími 5351900

sjonarholl@sjonarholl.is

Vefsíða: https://sjonarholl.is/

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)

Á skrifstofu ÖBÍ býðst fötluðu fólki og aðstandendum þess frí ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál. Ekki er um fasta viðtalstíma að ræða. Ráðgjafarnir forgangsraða viðtölum og úthluta tímum ef ekki er hægt að leysa mál í gegnum síma eða tölvupóst.

Viðtalstíma hjá ráðgjöfum þarf að panta á skrifstofu ÖBÍ í síma 530-6700 eða með tölvupósti: mottaka@obi.is

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)

Sigtúni 42

105 Reykjavík

mottaka@obi.is

Vefsíða: https://www.obi.is/

 

Umboðmaður barna

Embætti umboðsmanns barna vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Embættið setur fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins.

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Öllum er heimilt að leita til umboðsmanns barna og fyrirspurnir frá börnum njóta ávallt forgangs.

Umboðsmaður barna endurskoðar ekki ákvarðanir stjórnvalda í einstökum málum og er ekki heimilt að hafa afskipti af málefnum einstakra barna sem eru til meðferðar hjá öðrum stjórnvöldum og stofnunum

Umboðsmaður barna,

Kringlunni 1, 5. hæð.

103 Reykjavík

Sími 552 8999

ub@barn.is

Vefsíða: https://www.barn.is/

 

Umboðsmaður borgarbúa. – Reykjavíkurborg.

Meðal verkefna umboðsmanns borgarbúa er að veita borgarbúum sem ósáttir eru við málsmeðferð og ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar í málum þeirra leiðbeiningar, ráðgjöf og álit. Til dæmis með því að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir, veita útskýringar og aðstoð við túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar og rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti háttsemi Reykjavíkurborgar eins og nánar er kveðið á um í samþykktum um umboðsmann borgarbúa.

Bóka má tíma hjá umboðsmanni borgarbúa í gegnum símanúmerið 4 11 11 11 eða netfangið umbodsmadur@reykjavik.is.

Vefsíða: https://umbodsmadurborgarbua.is/

 

Úrskurðarnefnd velferðarmála.

Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er hlutverk hennar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum. Einstaklingar sem eru ósáttir við ákvarðanir sem sveitarfélög taka í málum sem varða t.d. réttidni fatlaðs fólks og/eða þjónustu við það geta skotið málunum til úrskurðarnefndar velferðarmála. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum

Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 551-8200 eða senda tölvupóst á postur@urvel.is. Opnunartími afgreiðslu og síma er frá kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00.

Úrskurðarnefndin starfar á grundvelli laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Úrskurðarnefndin velferðarmála

Katrínartúni 2, 11. hæð,

105 Reykjavík.

Sími  551 8200

Vefsíða: https://www.urvel.is/

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands.

Samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið sér Mannréttindaskrifstofa Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Þar má fá upplýsingar um lagaleg réttindi og skyldur, til dæmis varðandi leyfi til dvalar á Íslandi, fjölskyldumál, fjár- og skattamál, réttindabrot, atvinnumál og húsnæðismál. Ráðgjöfin er í húsnæði skrifstofunnar að Túngötu 14 og er opin á þriðjudögum frá 14-19 og á föstudögum frá 9-14. Rétt er að taka fram að aðeins er um ráðgjöf að ræða og skjólstæðingum er ekki vísað áfram til einstakra lögmanna eða lögmannsstofa þar sem einhver ráðgjafa hefur hagsmuna að gæta. Þó er heimilt að veita upplýsingar um hvaða lögmenn sérhæfa sig á tilteknum réttarsviðum.

Panta má tíma hjá skrifstofunni í síma 5522720 eða á info@humanrights.is.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngötu 14

 101 Reykjavík

Sími 552 2720

Vefsíða: http://www.humanrights.is/

 

Umboðsmaður Alþingis

Ef fatlaður einstaklingur telur að mál hans hafi ekki fengið rétta meðferð hjá sveitarfélagi og hefur, án árangurs,  kært það til úrskurðarnefndar velferðarmála getur hann kvartað til umboðmanns Alþingis. Opið er mánudaga til föstudaga frá 9.00 til 15.00.

Umboðsmaður Alþingis

Þórshamri, Templarasundi 5

101 Reykjavík

Sími 510 6700

Grænt númer 800 6450

postur@umb.althingi.is

Vefsíða: https://www.umbodsmadur.is/

 

Persónuvernd

Lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi 15. júlí sl. Eitt meginmarkmið þeirra er að veita einstaklingum betri vernd og færa þeim aukinn ákvörðunarrétt yfir persónuupplýsingum sínum í þeim tilgangi að fela þeim stjórn yfir því hver vinnur upplýsingar um þá, hvenær og í hvaða tilgangi.

Viðkvæmar persónuupplýsingar, sem skylt er að fara sérstaklega varlega með, eru m.a.:

  • Heilsufarsupplýsingar, þ.e. persónuupplýsingar sem varða líkamlegt eða andlegt heilbrigði einstaklings, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu sem hann hefur fengið.
  • Erfðafræðilegar upplýsingar, þ.e. persónuupplýsingar sem varða arfgenga eða áunna erfðaeiginleika einstaklings.

Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.

Ef ástæða er til að ætla að ekki sé farið að lögum og reglum um vernd persónuupplýsinga varðandi fatlaðan einstakling fullorðinn eða barn, er hægt að leita til Persónuverndar eftir upplýsingum og leiðbeiningum og/eða til að kæra mál.

Hér má lesa ýmis lög um persónuvernd: https://www.personuvernd.is/log-og-reglur/log-um-personuvernd/

Persónuvernd,

Rauðarárstíg 10, 1

05 Reykjavík.

Sími 510 9600.

Netfang: postur@personuvernd.is

Vefsíða: https://www.personuvernd.is/  

 

AUÐLESIÐ

Úrræði þegar ástæða er til að ætla að brotið sé gegn réttindum fatlaðs fólks

Sveitarfélagið sem maður býr í á að veita manni þjónustu, til dæmis stuðning í skóla, akstursþjónustu og fleira.

Stundum upplifum við að við fáum ekki þann stuðning og þau réttindi sem við eigum að fá. Stundum þurfum við betri upplýsingar um hver réttindi okkar eru.

Stundum þurfum við aðstoð við að sækja um stuðning og þjónustu.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um fólk og samtök sem geta aðstoðað þig þegar þú þarft hjálp við þetta. 

 

Réttindagæsla fatlaðs fólks

Um allt land eru réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk. Þau eiga að aðstoða fatlað fólk

Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslu fatlaðs fólks með allt sem snýst um réttindi þeirra, fjármál og persónuleg mál. 

Réttindagæslan styður fatlað fólk og hjálpar því að leita réttar síns ef það á við. 

Fólk getur látið réttindagæsluna vita ef það heldur að einhver sé að brjóta á réttindum fatlaðs fólks.

Símanúmer: 545 8100 

Netfang: rettindagaesla@rettindagaesla.is

Vesíða

 

Sjónarhóll

Sjónarhóll veitir ráðgjöf og vill aðstoða fatlað fólk og fjölskyldur þeirra.

Markmið Sjónarhóls er að fatlað fólk, fötluð börn og fjölskyldur þeirra fái sömu réttindi og aðrir svo þau geti lifað eðlilegu og góðu lífi.

Sjónarhóll gefur ráð og hjálpar til við að finna lausnir. Ráðgjöfin er aðgengileg og unnin á forsendum fatlaðs fólks eða foreldra fatlaðra barna. Ekki þarf tilvísanir frá læknum og greining þarf ekki að liggja fyrir. Sjónarhóll er óháð stofnun og ekki þarf að greiða fyrir ráðgjöf.

Sími 5351900

Netfang: sjonarholl@sjonarholl.is

Vefsíða: https://sjonarholl.is/  

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)

Öryrkjabandalag Íslands er með félagsráðgjafa og lögfræðinga sem aðstoða fatlað fólk við að skoða réttindi sín. Þau aðstoða í gegnum síma og tölvupóst en ef þú vilt frekar mæta í viðtal er það hægt.

Sími 530 6700

Netfang: mottaka@obi.is

Vefsíða: https://www.obi.is/

 

Umboðmaður barna

Umboðsmaður barna fylgist með að hugsað sé um réttinda, þarfir og hagsmuni barna. Þau senda ábendingar og tillögur. 

Hægt er að leita til umboðsmanns barna með spurningar og ábendingar.

Sími: 552 8999

ub@barn.is

Vefsíða: https://www.barn.is/  

 

Umboðsmaður borgarbúa – Reykjavíkurborg.

Umboðsmaður borgarbúa hjálpar íbúum sem eru ósáttir við ákvarðanir Reykjavíkurborgar og hvernig málin eru unnin. Hann gefur ráð, leiðbeiningar og álit. Til dæmis að útskýra hvert er hægt að leita, aðstoð við að skoða skjöl og rannsaka mál.

Sími: 4 11 11 11

Netfang: umbodsmadur@reykjavik.is

Vefsíða: https://umbodsmadurborgarbua.is/

 

Úrskurðarnefnd velferðarmála.

Úrskurðarnefnd velferðarmála er stjórnsýslu-nefnd. 

Ef maður er ósáttur við ákvarðanir sem sveitarfélagið tekur, til dæmis um réttindi manns, getur maður kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Sími 551-8200 

Netfang: postur@urvel.is

 Vefsíða: https://www.urvel.is/

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands á að hjálpa innflytjendum með lögfræði-ráðgjöf. Þar er hægt að fá upplýsingar um réttindi og skyldur.

Til dæmis er hægt að fá upplýsingar um dvalar-leyfi, fjölskyldumál, fjármál, skattamál, réttinda-brot, atvinnu og húsnæði.

Sími 5522720 

Netfang: info@humanrights.is

Vefsíða: http://www.humanrights.is/

 

Umboðsmaður Alþingis

Ef manneskja með fötlun finnst að mál hafi ekki verið réttlátt hjá sveitarfélagi og fékk ekki jákvæða niðurstöðu hjá úrskurðarnefnd velferðarmála er hægt að tala við umboðsmann Alþingis.

Sími 510 6700 

Ókeypis símtal 800 6450

Netfang: postur@umb.althingi.is

Vefsíða: https://www.umbodsmadur.is/  

 

Persónuvernd

Persónuvernd fylgist með því að farið sé vel með upplýsingar um fólk. Fólk á sjálft að fá að ráða hvernig upplýsingar um það eru geymdar og fleira.

Viðkvæmar persónu-upplýsingar sem þarf að fara sérstaklega varlega með eru

Heilsufars-upplýsingar: það eru upplýsingar um heilsu okkar, bæði líkamlega heilsu og líka andlega heilsu. Þetta er líka heilbrigðis-þjónusta sem við höfum fengið.

Erfðafræðilegar upplýsingar: það eru upplýsingar um erfðir okkar og hvernig við erum. Til dæmis eitthvað um fötlun eða sjúkdóma sem við erum með.

Persónuvernd á að passa að farið sé eftir reglum og lögum um svona upplýsingar.

Ef þú hefur áhyggjur af því að það sé ekki verið að fylgja reglum um upplýsingar um fatlað fólk, sama hvort það er fullorðinn eða barn, er hægt að leita til Persónuverndar til að fá upplýsingar eða leiðbeiningar.

Sími 510 9600

Netfang: postur@personuvernd.is

Vefsíða: https://www.personuvernd.is/