Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara
Ríkissjóður endurgreiðir sveitarfélögum fjárhagsaðstoð vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara, sem hafa átt lögheimili á Íslandi í tvö ár eða skemur eða eru án lögheimilis og í sérstökum aðstæðum hér á landi. Endurgreiðslan á sér stað á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. einnig reglur nr. 520/2021.
Erlendir ríkisborgarar, án lögheimilis, sem falla undir reglurnar og telja sig ekki eiga möguleika á að fara úr landi eða framfleyta sér hér á landi án aðstoðar íslenskra stjórnvalda geta snúið sér til félagsþjónustunnar í dvalarsveitarfélagi og óskað eftir fjárhagsaðstoð. Félagsþjónustan metur þörf á aðstoð og kannar einnig möguleika á aðstoð frá ríkisfangslandi eða tengslaneti sbr. 5. gr. reglnanna. Að því loknu er möguleiki á að sækja um vilyrði fyrir endurgreiðslu úr ríkissjóði til Fjölmenningarseturs. Stofnunin leggur mat á umsókn og veitir sveitarfélagi ráðgjöf og leiðbeiningar um vinnslu máls, eftir atvikum. Umsókn um endurgreiðslu er samþykkt sé skilyrðum í reglum fullnægt.
Umsókn um endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara
Aðgangur að eyðublaðinu fæst með því að skrá sig inn í þjónustugáttina hér að neðan með rafrænum skilríkjum.
Leiðbeiningar:
Vegna vinnslu umsóknar í þjónustugátt
Vegna endurgreiðsluuppgjörs (glærur)
Ef spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið 15gr.umsokn@mcc.is.
Uppgjörseyðublöð (vegna uppgjörs í nóvember ár hvert):