Í bæklingnum Fyrstu skrefin eru upplýsingar um hvernig skal snúa sér við komu til Íslands sértu að koma innan EES. Hann er mjög hjálplegur og mælst er til þess að lesa hann. Bæklinginn fyrir fólk fyrir innan EES er að finna HÉR.

Mikilvæg atriði fyrir dvöl umfram 3 mánuði

  • Þú þarft að sækja um staðfestingu um rétt til dvalar í umfram þrjá mánuði á Íslandi. Það gerir þú með því að koma á skrifstofu Þjóðskrár Íslands eða á þá skrifstofu sveitarfélags sem þú býrð í. 
  • Þú þarft að leggja fram gögn sem staðfesta að þú uppfyllir skilyrði til dvalar umfram þrjá mánuði.
  • Þú þarft að sýna fram á að þú getir framfleytt þér í að minnsta kosti 3 mánuði miðað við lágmarksframfærsluviðmið. 
  • Ef þú uppfyllir skilyrði um dvöl á Íslandi umfram 3 mánuði þá færðu útgefið skráningarvottorð og ert skráð/ur í þjóðskrá með lögheimili á Íslandi. Skráningardagur lögheimilis miðast við móttöku fullnægjandi umsóknar.
  • Skráningarvottorð er sent á það heimilisfang sem þú gafst upp á umsókn þinni.
  • Mikilvægt er að upplýsingar um þig séu réttar í þjóðskrá þar sem réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er að mestu leiti háð skráningu í þjóðskrá. Kennitala án lögheimilisskráningar á Íslandi veitir takmörkuð réttindi. 
  • Eitt mikilvægasta skilyrði þess að hægt sé að fá lögheimilisskráningu hér á landi er að geta sýnt fram á nægjanlega framfærslu. Það er gert með því að framvísa viðeigandi gögnum eins og ráðningarsamningi vegna vinnu, staðfestingu á skólavist ef um nám er að ræða, vottorðum sem staðfesta fjölskyldutengsl ef framfærsla kemur frá maka eða öðrum aðstandenda, staðfestingu á lífeyrisgreiðslum eða staðfestingu á nægjanlegum föstum reglubundnum greiðslum.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar