Dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar (au pair)

Allir þeir sem eru með ríkisborgararétt í löndum utan EES og EFTA og ætla að vera á Íslandi lengur en þrjá mánuði þurfa að hafa dvalarleyfi á Íslandi.

Dvalarleyfi vegna vistráðningar er fyrir einstakling á aldrinum 18 til 25 ára sem vill starfa sem au pair á Íslandi. 

Dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar er veitt samkvæmt 68. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

Þú gætir átt rétt á au pair leyfi ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt ásamt fleirum:

 • Þú ert á aldrinum 18 til 25 ára þegar umsókn er lögð fram,
 • ætlar ekki að setjast að á landinu,
 • hefur gert samning sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru,
 • munt búa hjá fjölskyldu, þar sem a.m.k. einn fullorðinn er með íslenskt ríkisfang eða ótímabundið dvalarleyfi,
 • hefur ekki fjölskyldutengsl við vistfjölskylduna,
 • munt fá vasapening fyrir létt heimilisstörf og barnagæslu, en ekki laun fyrir fullt starf inni á heimilinu,
 • vistfjölskylda hefur sérherbergi fyrir þig,
 • framfærsla þín er trygg á dvalartíma,
 • þú ert sjúkratryggð(ur) hjá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög),
 • hefur ekki afplánað refsingu erlendis á síðustu 5 árum eða verið dæmd(ur) til lengri refsingar en sem samsvarar 3 mánaða fangelsi samkvæmt íslenskum lögum, og
 • átt vegabréf þar sem gildistími er minnst 90 dagar umfram áætlaðan gildistíma dvalarleyfis.

Þú mátt ekki:

 • vera yngri en 18 ára eða eldri en 25 ára þegar umsókn er lögð fram,
 • sækja um atvinnuleyfi,
 • vinna utan heimilis, hvorki launaða né ólaunaða vinnu,
 • vinna á vistheimilinu meira en 30 klukkustundir á viku eða 5 klukkustundir á dag,
 • hugsa um langveik börn eða aðra einstaklinga í svipaðri stöðu, 
 • endurnýja dvalarleyfið, nema þú hafir fengið leyfi veitt til minna en eins árs og viljir vera í heilt ár, 
 • fá fjölskyldu þína með þér eða til þín, 
 • sækja um dvalarleyfi á öðrum forsendum nema yfirgefa landið, eða
 • sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu fyrr en eftir 2 ára samfellda dvöl erlendis eftir að dvalarleyfið rann út.

Umsókn um dvalarleyfisamningur um vistráðningu og önnur fylgigögn skulu lögð fram hjá Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins. 

Umsækjandi sem ekki er áritunarskyldur má vera staddur á landinu þegar umsókn er lögð fram og þegar hún er til vinnslu, svo lengi sem dvöl á Schengen-svæðinu fer ekki yfir 90 daga á sl. 180 daga tímabili. Umsækjandi sem er áritunarskyldur má ekki vera staddur á landinu þegar umsókn er lögð fram. Slíkri umsókn verður synjað.  

Ef umsækjandi uppfyllir ekki þessi skilyrði og þau skilyrði sem fjallað er um neðar verður dvalarleyfi synjað og umsækjandi þarf að yfirgefa landið. Yfirgefi umsækjandi ekki landið getur það leitt til brottvísunar og endurkomubanns. Endurkomubann felur í sér bann við endurkomu á Schengen-svæðið um ákveðinn tíma eða að lágmarki 2 ár.

Nánari upplýsingar um dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar er að finna á vef Útlendingastofnunar.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar