Dvalarleyfið er veitt barni yngra en 18 ára ef foreldri þess er búsett hér á landi og er:
- íslenskur ríkisborgari,
- norrænn ríkisborgari,
- erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi,
- erlendur ríkisborgari með tímabundið dvalarleyfi
- sem sérfræðingur,
- sem íþróttamaður,
- sem maki eða sambúðarmaki,
- sem námsmaður í framhaldsnámi,
- á grundvelli alþjóðlegrar verndar,
- á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða
- vegna sérstakra tengsla við landið.
Skilyrði er að barnið sé í forsjá og á framfæri þess aðila sem það leiðir rétt sinn af og að barnið muni búa hjá forsjárforeldri.
Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns á ekki rétt á dvalarleyfi fyrir barnið nema forsjáraðili hafi jafnframt ættleitt barnið. Ættleiðingu þarf að vera lokið áður en umsókn er lögð fram og hún þarf að vera gerð í samræmi við íslensk lög. Ef einstaklingur búsettur hér á landi ætlar að ættleiða barn erlendis, þarf forsamþykki sýslumanns fyrir henni, sbr. lög um ættleiðingar nr. 130/1999.
Þú gætir átt rétt á dvalarleyfi sem barn ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt, ásamt fleirum
- þú ert yngri en 18 ára,
- átt foreldri sem búsett er hér á landi og er íslenskur eða norrænn ríkisborgari eða erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi eða á grundvelli dvalarleyfis sem talið eru upp hér að ofan,
- ert í forsjá og á framfæri foreldris þíns sem býr hér á landi,
- forsjárforeldri, einn eða fleiri, samþykkja að þú fáir dvalarleyfi hér á landi,
- ert sjúkratryggð(ur) hjá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög),
- hefur ekki afplánað refsingu erlendis frá 15 ára aldri eða verið dæmd(ur) til lengri refsingar en sem samsvarar 3 mánaða fangelsi samkvæmt íslenskum lögum,
- ef foreldri/forsjáraðili hefur ekki á síðustu 5 árum hlotið dóm eða verið látinn sæta öryggisráðstöfunum (nema undanþága eigi við),
- átt vegabréf þar sem gildistími er minnst 90 dagar umfram áætlaðan gildistíma dvalarleyfis.
Þú mátt ekki
- vera eldri en 18 ára þegar leyfið er veitt, nema ef sótt er um endurnýjun dvalarleyfis (og þá er skilyrði að þú sér í námi eða vinnu og búir hjá foreldri),
- vera í hjúskap eða sambúð við endurnýjun dvalarleyfis,
- vera lengur frá Íslandi en 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi, annars getur dvalarleyfið verið fellt niður eða afturkallað.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Útlendingastofnunar.