Bankaþjónusta

  • Yfirleitt eru laun lögð inn á bankareikning og þarf þá launþegi að hafa stofnað reikning hjá einhverjum af viðskiptabönkunum á Íslandi.
  • Þær kröfur sem bankarnir gera til þeirra aðila sem vilja stofna bankareikning geta verið mismunandi eftir bönkum. Hins vegar verður einstaklingur sem sækir um bankareikning að hafa íslenska kennitölu og lögheimili á Íslandi.
  • Vextir bankanna geta verið mismunandi sem og þjónusta þeirra. Því er gott að huga að því hvaða banki býður bestu kjörin og hvaða banki er með þjónustuútibú nálægt aðsetri viðkomandi, áður en reikningur er stofnaður.
  • Bankarnir bjóða upp á netbanka þar sem hægt er að sinna flestum bankaviðskiptum beint og hraðbankar eru mjög víða.
  • Í bönkum er hægt að sækja um debetkort, kreditkort, almenn lán og yfirdráttarlán.
  • Bankarnir bjóða upp á greiðsluþjónustu og ráðgjöf.
 
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar