Ríkisborgarar ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þurfa ekki atvinnuleyfi á Íslandi. 

Aðrir erlendir ríkisborgarar þurfa í flestum tilvikum að útvega atvinnuleyfi fyrir komu sína til landsins. Atvinnuleyfið er veitt útlendingi en það er bundið ákveðnum atvinnurekanda. Sjá nánar um atvinnuleyfi hér.

Launþegar á Íslandi njóta sömu réttinda, óháð kyni og þjóðerni, varðandi laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um.

Á Íslandi er óheimilt að semja um lakari kjör en almennir kjarasamningar segja til um.

 •  Svört vinna – Stundum er fólki boðin vinna á þeim forsendum að launin séu ekki gefin upp til skatts. Það er svört vinna. Upplýsingar um hvernig eigi að forðast svarta vinnu og afhverju, og hver hegningaviðurlög við henni séu.
 • Starfsréttindi – Erlendir ríkisborgarar sem flytja til Íslands ættu að ganga úr skugga um að starfsréttindi þeirra erlendis frá séu gild á Íslandi ef þeir hyggjast starfa við þá grein sem þeir hafa menntað sig til. Upplýsingar um helstu atriði sem viðkoma mati á starfsréttindum.
 • Vinna barna og unglinga – Almenna reglan er sú að börn (15 ára og yngri) mega ekki vinna. Undanþágur eru hinsvegar til staðar í þónokkrum mæli. Upplýsingar um slíkar undanþágur og vinnu unglinga, 15-18 ára. |

Mikilvægt

 • Að laun séu samkvæmt kjarasamningi
 • Að vinnutími sé ekki lengri en lög og kjarasamningar leyfa
 • Að orlof sé í samræmi við lög og kjarasamninga
 • Að laun séu greidd vegna veikinda og/eða slysa
 • Að launaseðill fylgi þegar laun eru greidd
 • Að atvinnurekandi borgi skatt af launum
 • Að atvinnurekandi greiði gjöld til lífeyrissjóðs og stéttarfélags

Réttindi

 • Ráðningarsamningur  – Mikilvægt er að gera skriflegan ráðningarsamning til að tryggja réttindi sín en laun og kjör eiga að vera þau sömu og gilda á íslenskum vinnumarkaði. Upplýsingar um hvað eigi að koma fram í ráðningarsamningi og hvar hægt er að leita að upplýsingum og aðstoð.  
 • Orlof  – Allir launþegar eiga rétt á 24 virkum dögum í sumarfrí, eða 2 dögum fyrir hvern unnin mánuð. Upplýsingar um sumarleyfistímabil, veikindi og fleira er viðkemur orlofi.
 •  Vinnutími  – Ákveðin lög gilda um vinnutíma launþega. Þannig eiga launþegar rétt ákveðnum hvíldartíma, matar- og kaffitímum og lögbundunum hátíðis- og frídgöum. Upplýsingar um hvíldartíma, matar- og kaffitíma og hvaða dagar teljast til hátíðis- og frídaga.
 • Veikindi  – Ef launþegi kemst ekki til vinnu vegna veikinda á hann að fá greidd laun í ákveðin dagafjölda. Upplýsingar um réttindi launþega til veikindaleyfis og tengd atriði.|

Laun og launatengd atriði

 • Laun  – Með launagreiðslum á að fylgja launaseðill þar sem skýrt kemur fram hvaða laun eru greidd, hvernig þau eru reiknuð og yfirlit yfir þær greiðslur sem dregnar eru af launum. Upplýsingar um skattgreiðslur, orlofsgreiðslur og fleira sem koma á fram á launaseðli.
 • Lífeyrissjóður  – Allir verða að greiða í lífeyrissjóð. Hlutverk lífeyrissjóða er að tryggja þeim sem eiga aðild ellilífeyri og veita þeim og fjölskyldum þeirra tryggingu fyrir tekjumissi af völdum starfsorkumissis og andláts. Upplýsingar um iðgjald, endurgreiðslu og fleira.
 • Atvinnuleysisbætur  – Almennar upplýsingar um atvinnuleysisbætur, hverjir eiga rétt á bótum, hvar sótt erum bætur, upphæð bóta og svo framvegis.
 • Skattar – Yfirlit yfir skatta, skattaafslátt, skattkort, skattframtal og fleira sem viðkemur skattgreiðslum á Íslandi.

Aðstoð

 • Verkalýðsfélög / stuðningur á vinnustað – Verkalýðshreyfingin er málsvari launþega og tryggir réttindi þeirra. Það er ekki skylda að vera í verkalýðs- eða stéttarfélagi en launþegi greiðir samt félagsgjald til verkalýðs- eða stéttarfélags. Til að vera skráður í verkalýðsfélag og njóta allra þeirra réttinda sem aðild fylgir þarf að sækja skriflega um inngöngu. Upplýsingar um aðild og hlutverk verkalýðsfélaga.
 • Leit að vinnu – Almennar upplýsingar um atvinnuleit á Íslandi.
 • Vinnuvernd – Almennar upplýsingar um vinnuvernd á Íslandi en Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu.|
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar