Aðstoð og ráðgjöf fyrir konur

Ef kona verður fyrir heimilisofbeldi, andlegu og/eða líkamlegu, getur hún hvenær sem er leitað skjóls í Kvennaathvarfinu fyrir sig og börn sín. Athvarfið og Kvennaráðgjöf, ásamt ýmsum fleirum veita símaráðgjöf og annan stuðning.Neyðarkortið – Við hjálpum – er ætlað konum í nánum samböndum sem sæta ofbeldi og þurfa að leita sér hjálpar. Upplýsingar á kortinu, sem er á stærð við nafnspjald, eru á fimm tungumálum, íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku. Fyrirsögn kortsins er „Við hjálpum“ og þar eru birt símanúmer Neyðarlínu, Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða kross Íslands. Kortin er hægt að nálgast víðsvegar um landið, á heilsugæslustöðvum, hjá félagsþjónustu sveitarfélaga, í félagsmiðstöðvum, sundlaugum, á bókasöfnum og hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra.

Neyðarkortið á tölvutæku formi má nálgast hér

Kvennaathvarfið

Sími: (+354) 561-1205

Grænn sími (gjaldfrjálst númer): 800-6205

Athvarfið er fyrir konur og börn sem hafa þurft að þola heimilisofbeldi. Starfsmenn tala íslensku og ensku. Í þeim tilfellum sem skjólstæðingurinn talar ekki íslensku eða ensku pantar Kvennaathvarfið túlk á viðeigandi tungumáli og er sú þjónusta skjólstæðingnum að kostnaðarlausu.

Kvennaráðgjöf

Túngötu 14 101 Reykjavík

Sími: (+354) 552-1500

Kvennaráðgjöfin býður ókeypis félagslega og lagalega ráðgjöf fyrir konur á þriðjudögum kl. 20–22 og fimmtudögum kl. 14–16.

Stígamót

Hverfisgötu 115 105 Reykjavík

Sími: (+354) 562-6868, kl. 9-19 virka daga.

Grænn sími (gjaldfrjálst númer): 800-6868

Nettfang: stigamot@stigamot.is

Hjá Stígamótum er þolendum kynferðislegs ofbeldis veitt ráðgjöf og stuðningur. Þar er einnig boðið upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa. Upplýsingar er veittar um lagalegan rétt þolenda.

Aflið-systursamtök Stígamóta á Akureyri

Sími: (+354) 461-5959
Símatími er á miðvikudögum kl. 17–19.

Sólstafir-systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum
Sími: (+354) 846-8846

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar