Um Fjölmenningarsetrið

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

  • Veitir stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytjenda,
  • Miðlar upplýsingum til innflytjenda um réttindi þeirra og skyldur,
  • Fylgist með þróun innflytjendamála í þjóðfélaginu, meðal annars með upplýsingaöflun, rannsóknum, greiningu og upplýsingamiðlun,
  • Kemur á framfæri við ráðherra, innflytjendaráð og önnur stjórnvöld ábendingum og tillögum um aðgerðir sem hafa það að markmiði að allir einstaklingar geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu óháð þjóðerni og uppruna.

Sjá Lög um málefni innflytjenda (2012 nr. 116 23. nóvember. II kafli, 3. grein.)

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð með því að smella á umslagið efst í vinstra horninu á forsíðu vefsins.

Skrifstofan er alla jafna opin frá kl. 9-16 virka daga.