Íslenskukennsla á netinu

Hægt er að stunda íslenskunám á Netinu.
Hér er yfirlit yfir þá sem bjóða upp á slíkt.

 

Icelandic online 

Frítt námsefni á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands þar sem boðið er upp á mismunandi styrkleika á námi. Námið er sett fram bæði á hljóð- og myndrænu formi. Kennd er málfræði og daglegt mál. Þegar lengra er komið í náminu er einnig kennsla í íslenskri samfélagsfræði.

Tungumálaskólinn LÓA

Tungumálaskólinn LÓA býður upp á íslenskunámskeið á netinu fyrir byrjendur og lengra komna.

Íslenska fyrir alla

Íslenska fyrir alla 1-4 er námsefni fyrir fullorðna námsmenn sem læra íslensku sem annað eða erlent mál. Grunnbækurnar eru fjórar en auk þeirra fylgja efninu kennsluleiðbeiningar, hljóðefni og viðbótarefni.

Áhersla er lögð á alla færniþætti tungumálanáms: skilning (lestur og hlustun), talmál og ritun. Viðfangsefni eru fjölbreytt og tengjast íslensku samfélagi og daglegu lífi.

Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir

Sími: (+354) 691-4369

Netfang: lemme@lemme.is

íslenskukennsla í gegnum skype

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar