Upplýsingar og ráðgjöf á vegum Reykjavíkurborgar

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur veitir innflytjendum sem búa í Reykjavík upplýsingar og ráðgjöf í
því skyni að tengja þá við borgarsamfélagið og auðvelda þeim aðgang að þjónustu borginnar. Þrír ráðgjafar eru starfandi á Mannréttindaskrifstofu.

  • Enskumælandi ráðgjafi sem talar einnig Íslensku. Ráðgjafinn veitir upplýsingar og almenna ráðgjöf til innflytjenda í Reykjavík. Sími: 4 11 41 55.  Einnig er hægt að  koma við á skrifstofunni á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14. Ef þörf krefur er möguleiki að fá túlkaþjónustu.
  • Pólskumælandi ráðgjafi borgarinnar í innflytjendamálum. Hægt er að hafa samband við ráðgjafann í síma 4 11 11 40  eða hitta hann á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14.
  • Litháísku og rússneskumælandi ráðgjafi borgarinnar í innflytjendmálum. Hægt er að hafa samband við ráðgjafann  í síma 4 11 41 63. Einnig er hægt að hitta hann á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14.

Mælt er með því að hringja eða senda tölvupóst til að fastsetja viðtalstíma.

Nánari upplýsingar

Hvað kostar þjónustan?

Upplýsingar og ráðgjöf í innflytjendamálum er gjaldfrjáls. Ráðgjafarnir eru einnig til aðstoðar fyrir
alla starfsmen Reykjavíkurborgar í málum sem varða innflytjendur.

Vefsíða Reykjavíkurborgar

Til baka, Senda grein, Prenta greinina