Almennt um dvalarleyfi

 • Útlendingastofnun sér um veitingu dvalarleyfa.
 • Dvalarleyfi (sem gefið er út í fjóra mánuði eða lengur) er forsenda þess að geta átt lögheimili á Íslandi en lögheimili veitir ýmis réttindi, svo sem til þjónustu sveitarfélaga og sjúkratrygginga.
 • Umsóknum um dvalarleyfi ásamt fylgigögnum á að skila til Útlendingastofnunar eða á skrifstofu sýslumanna á landsbyggðinni
 • Áætlaður afgreiðslutími umsókna fyrir dvalarleyfi (og búsetuleyfi) er 90 dagar. Umsóknir verða ekki teknar til flýtimeðferðar nema um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða.

Gildistími

 • Dvalarleyfi sem veitt er í fyrsta sinn gildir yfirleitt til eins árs. Þó má veita dvalarleyfi til skemmri eða lengri tíma, allt að tveimur árum, ef rétt þykir vegna tilgangs dvalar eða af öðrum ástæðum.
 • Dvalarleyfi aðstandanda erlends ríkisborgara er yfirleitt gefið út til sama tíma og dvalarleyfi þess síðarnefnda, þó þannig að það gildi ekki lengur en leyfi hans.
 • Dvalarleyfi sem sótt er um þarf að vera í samræmi við tilgang dvalar.

Aldur

 • Erlendur ríkisborgari sem sækir um dvalarleyfi verður að vera orðinn 18 ára.
 • Yfirleitt getur erlendur ríkisborgari yngri en 18 ára aðeins fengið dvalarleyfi í tengslum við dvalarleyfi foreldris eða forsjármanns.

Skilríki

 • Erlendur ríkisborgari, sem kemur til landsins eða fer þaðan, verður að hafa vegabréf eða annað kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki.
 • Erlendur ríkisborgari, eldri en 18 ára, sem ekki er norrænn ríkisborgari, þarf ávallt að hafa á sér gild skilríki þar sem fram kemur að dvöl hans á landinu sé lögleg.

Tegundir dvalarleyfa

Gjöld fyrir dvalar- og búsetuleyfi

Bankareikningur Útlendingastofnunar


Hverjir þurfa dvalarleyfi?

 • Ríkisborgarar ríkja utan EES/EFTA, ásamt ríkisborgurum Rúmeníu og Búlgaríu, sem hyggjast dvelja hér lengur en leyfilegt er sem ferðamenn, þurfa að hafa sótt um og fengið dvalarleyfi áður en þeir koma til landsins (eða fara af landi brott á meðan umsókn þeirra er til vinnslu). Undantekningar frá þessu eru:
  • Maki, samvistarmaki eða sambúðarmaki íslensks eða norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt búsetuleyfi eða dvalarleyfi.
  • Barn íslensks eða norræns ríkisborgara eða útlendings sem dvelst eða fær að dveljast löglega í landinu samkvæmt búsetuleyfi eða dvalarleyfi og barnið er yngra en 18 ára.

Hverjir þurfa ekki dvalarleyfi?

 • Norrænir ríkisborgarar, það er danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar.
 • Ríkisborgarar innan EES/EFTA (á ekki við um ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu).
 • Einstaklingur sem er fæddur íslenskur ríkisborgari og hefur verið búsettur á Íslandi í eitt ár eða meira.
 • Erlendur ríkisborgari sem búið hefur á Íslandi í 2 ár eða meira og á foreldri sem hefur haft íslenskan ríkisborgarrétt í 5 ár eða lengur.
 • Erlendur ríkisborgari sem er giftur eða í staðfestri samvist með íslenskum ríkisborgara og hefur búið með honum á Íslandi í þrjú ár eftir giftingu eða staðfestingu samvistar. Makinn þarf að hafa haft íslenskan ríkisborgarrétt í fimm ár eða lengur. 
 • Erlendur ríkisborgari sem býr í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og hefur búið á Íslandi í fimm ár frá skráningu sambúðarinnar. Makinn þarf að hafa haft íslenskan ríkisborgarrétt í fimm ár eða lengur.

Sjá einnig

Útlendingastofnun                             Sýslumaðurinn - vefur sýslumanna

Skógarhlíð 6 105 Reykjavík

Sími: (+354) 510-5400


Framlenging dvalarleyfis

Sjá nánar tegundir dvalarleyfa: Dvalarleyfi vegna atvinnuþáttöku, dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, dvalarleyfi fyrir aðstandenda EES ríkisborgara, dvalarleyfi vegna námsdvalar, dvalarleyfi vegna vistráðningar