Apótek og lyf

Apótek - lyfjaverslanir

  • Í apótekum eða lyfjaverslunum eru seld lyf ásamt ýmiskonar smávöru sem yfirleitt tengist heilsu á einhvern hátt.
  • Þar er bæði hægt að kaupa ólyfseðilsskyld verkjalyf og þangað er hægt að fara með lyfseðil frá lækni til þess að fá lyfseðilsskyld lyf afhent.
  • Opnunartími apóteka er mismunandi en Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi eru opin til miðnættis öll kvöld.

Listi yfir apótek

Lyf

  • Kostnaður vegna lyfja sem tryggður einstaklingur þarf lífsnauðsynlega að nota reglulega eru greidd að fullu.
  • Kostnað vegna annarra lyfseðilsskyldra lyfja greiðir Tryggingastofnun að hluta og er hlutfallið ákveðið í reglugerð.
  • Lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld greiðir sjúklingur að fullu.
  • Lyf má nálgast í apótekum eða lyfjaverslunum.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina