Nýjar tölur frá Útlendingastofnun

4.12.2014 Fréttir

Útlendingastofnun hefur birt bráðabirgðatölfræði vegna fyrstu þriggja ársfjórðunga ársins 2014.  Helstu atriði eru:

  • Útlit er fyrir að svipaður fjöldi fólks sæki um hæli á Íslandi og árið 2013 en það var metár.
  • 57% hælismála í efnismeðferð hjá Útlendingastofnun lauk með veitingu stöðu flóttamanns og hælis eða útgáfu dvalarleyfis af  mannúðarástæðum. Hlutfallið var 16% árið 2013.

  • Íranir eru fjölmennasti hópurinn meðal þeirra sem fengu stöðu flóttamanns og hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum en af þeim sem sóttu um hæli á tímabilinu voru Úkraínumenn fjölmennastir.

  • 96% umsókna um dvalarleyfi voru samþykktar.

  • 452 einstaklingar fengu veittan Íslenskan ríkisborgararétt eða 83% þeirra sem sóttu um hjá Útlendingastofnun. 53 einskaklingar báðust lausnar undan íslenskum ríkisborgararétti.

 

Lesa má fréttina í heild sinni á vef Útlendingastofnunar

Senda grein