69 þúsund umsóknir  um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. Umsækjendur geta kynnt sér niðustöður á leidretting.is

11.11.2014 Fréttir

Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verkefnisstjórn um höfuðstólsleiðréttingu, kynntu í gær niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu. 

Aðgerðin vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum, sem var innan við fertugt við hrun, á lítið eigið fé í húsnæði sínu og skuldar á bilinu 15 til 30 milljónir króna, segir í fréttatilkynningu á vef forsætisráðuneytisins

Verður lánum skipt upp í tvo hluta, frum- og leiðréttingarlán, og mun skuldari einungis greiða af frumláni frá og með uppskiptingu lánsins. 

Inngreiðslur séreignarsparnaðar á höfuðstól hefjast um næstu mánaðamót og höfuðstólslækkun með leiðréttingarleið eftir staðfestingu skuldara í desember. Hver og einn getur kynnt sér niðurstöðu höfuðstólslækkunar lána sinna á leidretting.is frá og með 11. nóvember.

Sjá nánar á vef forsætisráðuneytisins

Senda grein