Þingkosningar í Lettlandi. Kjörstaður á Íslandi í fyrsta skipti í sögunni.

22.9.2014 Fréttir

Þann 4. október 2014 munu lettneskir ríkisborgarar kjósa stjórnvöld sem munu þjóna sjálfstæða lýðræðisríkinu Lettlandi næstu fjögur árin. Fólk mun mæta á kjörstaði í Lettlandi og um allan heim til að leggja fram atkvæði sín í tólfta skipti síðan sjálfstæða lýðræðisríkið Lettland var fyrst stofnað 1918.

Í fyrsta skipti í sögunni verður opnaður kjörstaður á Íslandi svo lettneskir ríkisborgar búsettir á Íslandi geti nýtt atkvæðisrétt sinn. Kjörstaðurinn verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

 

Opnunartímar kjörstaðarins fyrir upplýsingargjöf:

•      29. september 14.00 - 18.00

•      30. september 8.00 - 12.00

•      1. október 12.00 - 16.00

•      2. október 16.00 - 20.00

•      3. október 9.00 - 13.00.

Það er bara hægt að kjósa á kosningardag þann 4. október 7.00 - 20.00.

 

Lettar eru Íslendingum ævarandi þakklátir fyrir að hafa árið 1991 verið fyrsta ríkið til að viðurkenna endurnýjun sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna þriggja.

Senda grein