Söguhringur kvenna hefur göngu sína á ný í Gerðubergi

8.9.2014 Fréttir

Allar konur, frá öllum hverfum og öllum heimsálfum, eru velkomnar í Söguhring kvenna sem hefur göngu sína á ný fyrsta sunnudag í mánuði í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. 
Á sunnudaginn 7.september kl.13.30-16.00 verður litrík dagskrá þar sem Tanya Dimitrova, danskennari og eigiandi Heilsuskóla Tanyu, mun leiða þátttakendur í gegnum zumba, „bollywood“ og diskó. Við notum einnig spilið „More than one story“ til að skiptast á reynslusögum og kynnast á skapandi hátt, en það spil kom nýlega út á vegum fritiminn.is.

Ekki missa af þessu skemmtilegu tækifæri til að hitta frábærar konur. Komdu með uppáháldskonurnar þínar! 

Söguhringur kvenna hefur starfað síðan 2008 og snýst hann fyrst og fremst um að tengja konur í gegnum sögur og sköpun. Eitt af nokkrum listaverkum, sem Söguhringurinn hefur unnið, prýðir nú kaffihús, kaffipoka og kynningarefni Kaffitárs. Verkið, sem var afhjúpað í Þjóðminjasafni haustið 2013, sýnir litríkt kort af Íslandi og var málað af stórum hópi kvenna í aðalsafni Borgarbókasafns.

Sjá nánar um söguhring kvenna


Senda grein