Margþætt mismunun-niðurstöður rannsóknar

2.7.2014 Fréttir

Niðurstöður liggja nú fyrir vegna rannsóknar um margþætta mismunun sem Fjölmenningarsetur hefur unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknin er styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins.
Tilgangurinn með rannsókninni er að skoða hvort innflytjendur á Íslandi verði fyrir fordómum og margþættri mismunun og ef svo er hvernig  sú birtingarmynd er.
Haft var samband við þá sem lentu í úrtakinu í síma og spurningalistinn lagður fyrir annars vegar það starfsfólk Sýslumannsembætta, Vinnumálastofnunar og Sveitarfélaganna, sem kemur að upplýsingamiðlun til innflytjenda í sínum störfum. Hinsvegar var talað við fólk af taílenskum og pólskum uppruna búsett á Íslandi.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér

Senda grein