Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála

9.5.2014 Fréttir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, úthlutaði í vikunni styrkjum úr þróunarsjóði innflytjenda. Alls bárust 53 umsóknir í sjóðinn til margvíslegra verkefna en sautján verkefni hlutu styrki, samtals 9,4 milljónir króna.

Þetta er í sjöunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum frá því hann var settur á fót árið 2007. Frá þeim tíma hafa styrkir verið veittir til rúmlega 100 þróunarverkefna. Sjóðurinn gegnir veigamiklu hlutverki í að styðja og styrkja nýsköpunarverkefni í málaflokknum og jafnframt að styðja við áherslur stjórnvalda í málaflokknum hverju sinni og verkefni sem tilgreind eru í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda.

Frá afhendingu styrkjanna-mynd: af vef velferðarráðuneytisins


Við úthlutun styrkja að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á þróunarverkefni og rannsóknir sem stuðla að bættri stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og vinna gegn langtímaatvinnuleysi, rannsóknir og verkefni er varða stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði og þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra.

Fréttina má lesa í heild sinni á heimasíðu Velferðarráðuneytisins

Senda grein