Aðvörun frá Útlendingastofnun vegna vefsíðu

7.5.2014 Fréttir

Útlendingastofnun hefur borist ábending um vefsíðu sem lofar erlendum ríkisborgurum íslensku ríkisfangi, dvalarleyfi, áritun eða íslensku vegabréfi gegn greiðslu. Umrædd vefsíða er ekki á vegum íslenskra stjórnvalda, upplýsingar þar eru rangar og ekki er vitað hverjir halda úti síðunni. Efni vefsíðunnar hefur verið kært til lögreglu og er ekki hægt að afla erlendum ríkisborgara réttindi á grundvelli hennar. Útlendingastofnun vonar að rannsókn lögreglu leiði til lokunar vefsíðunnar.

Senda grein