Starf sérfræðings hjá Fjölmenningarsetri

11.4.2014 Fréttir


Fjölmenningarsetrið auglýsir eftir sérfræðingi.

Helstu verkefni
• Daglegur rekstur Fjölmenningarseturs
• Samræming og samhæfing upplýsingamiðlunar og þjónustu við innflytjendur
• Ýmis verkefni á sviði málefna innflytjenda er falla undir verksvið stofnunarinnar.

Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og þekking af verkefnastjórnun
• Reynsla og áhugi á að vinna með fólki af ólíkum uppruna
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku og ensku. Færni í öðrum tungumálum er kostur
• Þekking og reynsla af stjórnsýslu er æskileg

Um er að ræða fullt starf og laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Starfsaðstaða er á Ísafirði. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Innflytjendur eru sérstaklega hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir Elsa Arnardóttir í síma 450 3098. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið sendist til Fjölmenningarseturs, merkt „Elsa Arnardóttir, starfsumsókn“, Fjölmenningarsetur, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði eða á netfangið: elsa@mcc.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2014. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Senda grein