Ókeypis aðstoð við að útfylla skattaframtal á laugardag frá 13-17. Pólskur túlkur verður á staðnum.

13.3.2014 Fréttir

Lögfræðiþjónusta – Lögréttu mun standa fyrir hinum árlega Skattadegi næstkomandi 15. mars þar sem einstaklingar geta komið og fengið fría aðstoð við útfyllingu skattaframtals. Þjónustan verður í boði frá kl. 13:00 – 17:00 og verður staðsett í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, í aðalrýminu um leið og gengið er inn í Háskólann.

Á staðnum verður pólskur túlkur sem hægt er að nýta sér endurgjaldslaust. Nauðsynlegt er að taka með sér veflykilinn, en hann er hægt að nálgast á www.skattur.is.

Einnig þarf að hafa lykilorð og auðkennislykil inn á heimabanka og verktakamiða ef við á.

Boðið verður upp á kaffi og súkkulaði fyrir gesti.

Lögfróður – Lögfræðiþjónusta Lögréttu vonast til að sjá sem flesta

Senda grein