Tíu og ellefu ára börn bættust um áramótin í hóp þeirra barna sem fá gjaldfrjálsar tannlækningar
Frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar utan 2500 kr. árlegs komugjalds fyrir þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/börn sín í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað.
Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni við eins árs aldur.
Sjá nánar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands