Styrkir úr þróunarsjóði Innflytjendamála

16.12.2013 Fréttir

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Umsóknarfrestur er til og með 17. Janúar 2014.

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendmála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjendamála og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:

Þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra

Þróunarverkefni og rannsóknir sem stuðla að bættri stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og vinna gegn langtímaatvinnuleysi

Rannsóknir og verkefni sem varða stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaðnum

Önnur verkefni koma einnig til álita

Sjá nánar á vef velferðarráðuneytisins

Senda grein