Laws and regulations

 • According to the Icelandic constitution everyone is equal before the law and enjoy human rights regardless of gender, religion, opinions, nationality, race, skin colour, financial status, family, and status in any way. Men and women shall have equal rights in every regard.
 • The Icelandic police are state police and the Minister of Justice is the chief of all police in the country. There are two court levels, District Courts and the Supreme Court.  
 • Laws and regulations are never exactly the same in any two countries and therefore it is important to get acquainted with the laws in a new country. The information website www.island.is contains in-depth information in Icelandic and English, on the Parliament's website (www.althingi.is) you can find the Icelandic law collection and on the Cabinet's website you can find laws and regulations that have been translated to English (www.stjornarrad.is / www.government.is).
 • In Iceland there are specific laws on the rights of children. Everyone has a legal obligation to call 112 and notify if there is suspicion of physical, mental or sexual violence against children.  
 • Age of competence is 18 in Iceland. At 18 the individual receives legal competence, i.e. financial competence and personal competence, as well as the right to vote. You can get a licence to drive on the day you turn 17 but a person must be 20 years old to buy alcohol.  
 • Everybody who is 18 years old and older can get married and register in a cohabitation[1], and this also applies to individuals of the same sex. You can get a divorce even if your spouse does not want to. At divorce the assets and debts are usually split evenly between the couple unless there are contracts to the contrary.
 • According to the law there is joint custody of children at divorce and end of cohabitation unless otherwise agreed. The parents must decide with whom the children shall have legal residence and thereby, in general, a permanent residence. The district commissioner can make a ruling in disputes regarding custody of access to children but if there is dispute regarding custody it must be referred to the courts. If a parent that has sole custody marries again the stepparent also gets custody. If it registers in cohabitation however, the cohabitation parent also gets custody after one whole year in cohabitation.  
 • Speeding and driving under the influence of alcohol are serious offences and are subject to fines, deprivation of drivers' licences and prison if the offences are repeated. Fines can also affect the granting of Icelandic citizenship.

[1] When people are in cohabitation they live together; if they are in registered cohabitation they live together as if they are married and enjoy certain rights, for example in regards to taxes, although they are not married. You can register cohabitation at the Icelandic National Registry with a specific form.

 

Laws and regulations

Lög og reglur

 • Samkvæmt íslensku stjórnarskránni skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
 • Íslenska lögreglan er ríkislögregla og er innanríkisráðherra yfirmaður allrar löggæslu í landinu. Dómstigin eru tvö, héraðsdómstólar og hæstiréttur.
 • Lög og reglur eru ekki nákvæmlega eins í neinu ríki og því er mikilvægt að kynna sér lög í nýju landi. Upplýsingavefurinn www.island.is inniheldur viðamiklar upplýsingar á íslensku og ensku, á vef Alþingis (www.althingi.is) má finna íslenska lagasafnið og á vef Stjórnarráðsins má finna lög og reglugerðir sem þýddar hafa verið yfir á ensku (www.stjornarrad.is / www.government.is).
 • Á Íslandi gilda sérstök lög er varða réttindi barna. Öllum ber skylda til að láta vita í síma 112 ef grunur leikur á að börn séu beitt líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi.  
 • Sjálfræðisaldur er 18 ár á Íslandi. Þá fær einstaklingur lögræði, það er fjárræði og sjálfræði, ásamt því að hann öðlast kosningarrétt. Bílpróf er hægt að taka daginn sem einstaklingur verður 17 ára en leyfi til að kaupa áfengi miðast við 20 ár.
 • Allir sem eru 18 ára og eldri mega ganga í hjúskap og skrá sig í sambúð[1], einnig einstaklingar af sama kyni. Hægt er að fá skilnað þótt makinn vilji það ekki. Við skilnað er eignum og skuldum venjulega skipt til helminga á milli hjóna nema samningur hafi verið gerður um annað.
 • Samkvæmt lögum er forsjá yfir börnum sameiginleg við skilnað og sambúðarslit nema annað sé ákveðið. Foreldrar þurfa að ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með hafa, að jafnaði, fasta búsetu. Sýslumaður getur úrskurðað um ágreining varðandi umgengnisrétt en ef ágreiningur er um forsjá þarf að vísa honum til dómstóla. Ef foreldri sem fer eitt með forsjá gengur í hjúskap þá er forsjá barns einnig hjá stjúpforeldrinu. Taki það aftur á móti upp sambúð verður forsjáin einnig hjá sambúðarforeldrinu eftir að sambúðin hefur verið skráð samfleytt í eitt ár í þjóðskrá.
 • Hraðakstur og akstur undir áhrifum áfengis er litinn alvarlegum augum og eru refsingar háar fjársektir, ökuleyfissvipting og varðhald við ítrekuð brot. Sektir geta einnig haft áhrif á veitingu íslensks ríkisborgararéttar.

[1] Þegar fólk er í sambúð þá býr það saman; ef fólk er í skráðri sambúð býr það saman eins og hjón og nýtur ákveðinna réttinda, til dæmis í sambandi við skatta, þó það sé ekki gift. Hægt er skrá sambúð sína hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði.

Senda grein