Residence permit

You apply for a residence permit in accordance with the purpose of the stay. The main categories of residence permits are:

Residence permits on the basis of employment are divided in three categories which are Residence permits for athletes, specialists and permits due to a temporary shortage of labour. Residence permits on the basis of employment are not issued unless the applicant also gets a work permit in Iceland and he must apply for both permits simultaneously.

The Directorate of Labour (www.vinnumalastofnun.is) grants work permits.

Relatives of athletes, specialists and doctoral students can apply for residence permits on the basis of uniting families.

 

Residence permits and work permits in other EEA and EFTA states are not valid in Iceland.

Application for the first permit

Application for the first permit must be approved by the Directorate of Immigration before arriving to the country.

Exception

If an applicant is a spouse, same-sex union spouse, cohabitation spouse or a child in the legal custody of an Icelander, Nordic citizen or a foreigner who is staying legally in the country, with a residence permit or a domicile permit, then they can apply for a residence permit after arriving to the country. According to the law a child is an individual who has not reached 18 years of age.

Citizens of non-EEA and EFTA states, who are relatives of citizens of EEA or EFTA member states[1], do not need to apply for a residence permit, but should apply for a residence card no later than three months after arriving to the country. Further information on residence certificates, attached documents and applications are on the Directorate of Immigration's website.

A residence permit is not issued unless the applicant fulfils certain basic conditions. Among them are:

– Secure support.

– Secure housing.

– Health insurance.[1] A relative in this case is a spouse, same-sex union spouse or a cohabitation spouse of a citizen of an EEA or EFTA member state, his child or spouses (under 21 or under his support) or his parent or spouse (who is under his support).


Íslenska


Dvalarleyfi

Sótt er um dvalarleyfi í samræmi við tilgang dvalar. Helstu flokkar dvalarleyfa eru:

  • Dvalarleyfi vegna atvinnu.
  • Dvalarleyfi vegna náms.
  • Dvalarleyfi vegna vistráðningar (au-pair).
  • Dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar.

Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skiptist í þrjá flokka sem eru dvalarleyfi íþróttafólks, sérfræðinga og leyfi vegna tímabundins skorts á vinnuafli. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru ekki gefin út nema viðkomandi fái einnig atvinnuleyfi á Íslandi og sækja þarf þá um bæði leyfin samtímis. Vinnumálastofnun (www.vinnumalastofnun.is) veitir atvinnuleyfi.

Aðstandendur íþróttafólks, sérfræðinga og þeirra sem stunda doktorsnám á Íslandi geta sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

 

Dvalarleyfi og atvinnuleyfi í öðru EES- og EFTA-ríki gildir ekki á Íslandi.

Umsókn um fyrsta leyfi

Umsókn um fyrsta leyfi þarf að vera samþykkt af Útlendingastofnun áður en komið er til landsins.

Undantekning

Ef umsækjandi er maki, samvistarmaki, sambúðarmaki eða barn í lögmætri forsjá Íslendings, norræns borgara eða útlendings sem fær að dvelja löglega í landinu, samkvæmt dvalarleyfi eða búsetuleyfi, má sækja um dvalarleyfi eftir að komið er til landsins. Samkvæmt lögum er barn einstaklingur sem ekki er orðinn 18 ára.

Ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA, sem eru aðstandendur ríkisborgara EES- og EFTA ríkis[1], þurfa ekki að sækja um dvalarleyfi en skulu sækja um dvalarskírteini hjá Útlendingastofnun innan þriggja mánaða frá komu til landsins. Nánari upplýsingar um dvalarskírteini, fylgigögn og umsókn eru á vef Útlendingastofnunar.


Dvalarleyfi er ekki gefið út nema umsækjandi uppfylli ákveðin grunnskilyrði. Þeirra á meðal eru:

– Trygg framfærsla.

– Tryggt húsnæði.

– Sjúkratrygging.


[1] Aðstandandi í þessu tilviki telst maki, samvistarmaki eða sambúðarmaki ríkisborgara EES-eða EFTA-ríkis, barn hans eða maka (undir 21 árs aldri eða á hans framfæri) eða foreldri hans eða maka (sem er á hans framfæri).